Frá sjöttu umferð í kvöld. Mynd: Halla Sig.

Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga sem í ár er í boði Kviku eignastýringar hófst í kvöld í Rimaskóla. Segja má að línur hafi skýrst. Liðin í efri hlutanum unnu lið úr neðri hlutunum. Það virðist því vera þannig að þrjú lið berjast um málm en hin þrjú liðin berjast um að halda sæti sínu í deil þeirra bestu, Kvikudeildinni.

Víkingar unnu Fjölni. Mynd: Halla

Víkingaklúbburinn vann stórsigur, 7-1, á Skákdeild Fjölnis. Leyfðu aðeins tvö jafntefli. Taflfélag Garðabæjar (TG) vann heldur tæpari sigur, 5½-2½ á Skákdeild KR. Víkingar og TG hafa 10 stig af 12 mögulegum. Víkingar hafa fleiri vinninga og eru því á toppnum. Taflfélag Reykjavíkur vann 6½-1½ á Skákdeild Breiðabliks og eru í þriðja sæti í 8 stig.

TR vann sigur á Breiðabliki. Mynd: Halla

Víkingar, TG og TR hafa örlögin í eigin höndum. Sigur í þeim viðureignum sem eftir eru tryggir væntanlegur sigur í keppninni.

TG vann sigur á KR. Mynd: Halla

KR stendur best að vígi í botnbaráttunni. Hafa 4 stig. Breiðablik og Fjölnir hafa 2 stig.

Staðan

  1. Víkingaklúbburinn 10 stig (33½ v.)
  2. Taflfélag Garðabæjar 10 stig (31 v.)
  3. Taflfélag Reykjavíkur 8 stig (28½ v.)
  4. Skákdeild KR 4 stig (20 v.)
  5. Skákdeild Fjölnis 2 stig (16 v.)
  6. Skákdeild Breiðabliks 2 stig (15 v.)

Sjöunda umferð fer fram á morgun. Þá flyst mótið í Fjölnishöllina í Egilshöll og beinar útsendingar hefjast í Kvikudeildinni. Í sjöundu umferð verður einn toppbaráttuslagur og einn botnbaráttuslagur.

TR – Víkingaklúbburinn
Fjölnir – TR
Breiðablik – KR

Á laugardaginn hefst svo taflmennska í öðrum deildum.

Tímasetning Úrvalsd. Aðrar
Fimmtud., 16. mars, kl. 19:30 6. umf. (Rimaskóli)
Föstud., 17. mars kl. 19:30 7. umf. (Egilshöll)
Laugard., 18. mars, kl. 11:00 8. umf. (Egilshöll) 5. umf. (Egilshöll)
Laugard., 18. mars, kl. 17:00 9. umf. (Egilshöll) 6. umf. (Egilshöll)
Sunnud., 19. mars, kl. 11:00 10. umf. (Egilshöll) 7. umf. (Egilshöll)
Sunnud., 19. mars kl. 17:00 Verðlaunaafh. (Egilshöll) Verðlaunaafh. (Egilshöll)

 

Umhugsunartími er 90 mín. á skákina + 30 sek. viðbótartími bætist við eftir hvern leik.

- Auglýsing -