Víkingaklúbburinn hafði sigur á TR í kvöld. Mynd: Halla.

Línur hafa heldur skýrst á Íslandsmóti skákfélaga. Svo virðist sem baráttan um Íslandsmeistaratitilinn verði á milli Víkingaklúbbins og Taflfélags Garðabæjar. Víkingar lögðu Taflfélag Reykjavíkur 5-3 að velli á meðan Garðbæingar höfðu sigur á Skákdeild Fjölnis, 6½-1½ og minnkuðu því forystuna Víkinga. Liðin hafa jafn mörg stig og aðeins munar 1 vinningi.

Garðabæingar unnu Grafarvogsbúa. Mynd: Halla

Skákdeild KR náði að fjarlægast botnbaráttuna með jafntefli gegn Skákdeild Breiðabliks.

Staðan

  1. Víkingaklúbburinn 12 stig (38½ v.)
  2. Taflfélag Garðabæjar 12 stig (37½ v.)
  3. Taflfélag Reykjavíkur 8 stig (31½ v.)
  4. Skákdeild KR 5 stig (24 v.)
  5. Skákdeild Breiðabliks 3 stig (19 v.)
  6. Skákdeild Fjölnis 2 stig (17½ v.)

Áttunda umferð Kvikudeildarinnar fer fram á morgun. Þá mætist stórveldin TG og TR. Sigur styrkir Garðabæinga mjög í toppbaráttunni. Víkingaklúbburinn teflir við Breiðablik og verða að teljast líklegir sigurvegarar.

KR og Fjölnir etja saman kappi og með sigri tryggir KR sér áframverandi veru í Kvikudeildinni. Fjölnir myndi mjög bæta stöðu sína í fallbaráttunni með því að leggja Vesturbæinga að velli.

  • Taflfélag Garðabæjar – Taflfélag Reykjavíkur
  • Víkingaklúbburinn – Skákdeild Breiðabliks
  • Skákdeild KR – Skákdeild Fjölnis

Þess má geta að í lokaumferðinni á sunnudaginn mætast Víkingar og TG sem og Fjölnir og Breiðablik en báðar viðureignir gætu verið hreinar úrslitaviðureignir um topp- og botnsætið.

Á morgun hefst taflmennska í öðrum deildum.

Umferðir á morgun fara fram kl. 11 og 17.

  1. deild

Skákfélag Akureyrar og Taflfélag Vestmannaeyja berjast um toppsætið og keppnisrétt í Kvikudeildinni

Chess-Results. 

2. deild

B-sveit Víkingaklúbbsins er á toppnum.

Chess-Results. 

3. deild

Skákdeild KR hefur fullt hús stiga.

Chess-Results. 

4. deild

C-sveit KR er einnig á toppnum

Chess-Results

- Auglýsing -