Tíunda skák heimsmeistaraeinvígis Ding Liren og Ian Nepomniachtchi hefst kl 9. Kínverjinn hefur hvítt að nýju í dag. Staðan er 5-4 fyrir Nepo. Teflt er í Astana í Kasakstan.

Tefldar eru 14 skákir dagana 9.-29. apríl. Einvíginu lýkur þegar annar hvor verður kominn með 7½ vinning. Verði jafnt 7-7 verður teflt til þrautar með skemmri umhugsunartíma 30. apríl.

Lýsendur hjá FIDE eru Vishy Anand, Daniil Dubov og Irina Krush.

 

Chess.com er einnig öflugt lið í sínum skýringum.

- Auglýsing -