Ný alþjóðleg skákstig komu út í dag, 1. maí. Hjörvar Steinn Grétarsson (2539), er stigahæsti skákmaður þjóðarinnar. Pétur Steinn Guðmundsson (1571) er stigahæsti nýliðinn og Örvar Hólm Brynjarsson (+186) hækkaði mest frá síðasta stigalista.
Topp 20
Hjörvar Steinn Grétarsson (2539) er sem fyrr stigahæsti skákmaður landsins. Næsti eru Hannes Hlífar Stefánsson (2521) og Henrik Danielsen (2501).
Nýliðar og mestu hækkanir
Fjórir nýliðar eru á listanum. Þeirra stigahæstur er Pétur Steinn Guðmundsson (1571). Aðrir nýliðar eru Eiríkur Garðar Einarsson (1467), Eyrún Eva Gunnarsdóttir (1152) og Haukur Víðis Leósson (1149).
Örvar Hólm Brynjarsson (+186) hækkaði langmest allra frá síðasta stigalista. Í næstum sætum eru Engilbert Viðar Eyþórsson (+96) og Guðrún Fanney Briem (+95).
Eftirtaldir hækkuðu um 30 stig eða meira.
Stighæstu skákkonur landsins
Lenka Ptácníková (2099) er stigahæsta skákkona landsins. Í næstum sætum eru Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (2014) og Guðlaug Þorsteinsdóttir (1983).
Topp 10
Stigahæstu ungmenni landsins
Vignir Vatnar Stefánsson (2470) er venju samkvæmt stigahæsta ungmenni landsins. Í næstu sætum eru Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2338) og Benedikt Briem (2165).
Topp 10
Reiknuð mót
Til kappskákstigastiga voru reiknuð Reykjavíkurskákmótið og Bikarsyrpa TR IV. Fjöldi móta með skemmri umhugsunartíma voru reiknuð til stiga.