Skákárið er ekki búið krakkar. Hið vinsæla Sumarskákmót Fjölnis verður næsta fimmtudag kl. 16.30.

Allir grunnskólanemendur velkomnir frá Breiðablik, TR, TG, Víkingaklúbburinn, KR og að sjálfsögu Fjölni. Síðast mættu 94. Takið leið 6 og mætið tímanlega til skráningar. Gauti Páll verður við tölvuna.

Fullt af vinningum, veitingar og nammiskál Hagkaupa verður látin ganga. Sjáumst í Rimaskóla, teflum til vinnings og horfum síðan á Diljá syngja sig áfram inn í úrslitin.

Allt ókeypis

- Auglýsing -