Suðurlandsmót grunnskóla í skólaskák fer fram 22. maí í samkomuhúsinu Staður á Eyrarbakka. Mótið hefst 13:15 en mæting er kl. 13:00. Það þarf að staðfesta þátttöku við skákstjóra.

Hver skóli af svæðinu getur mætt með ótakmarkaðan fjölda keppenda. Teflt verður í einstaklingsflokkum 1.-4. bekkur, 5.-7. bekkur og 8.-10. bekkur.

Umferðarfjöldi og tímamörk verða tilkynnt þegar nær dregur, en má gera ráð fyrir 5-7 umferðum í hvorum flokki með umhugsunartíma 5 mínútur á mann. Miðað er við að mótinu og verðlaunaafhendingu verði lokið um kl. 15:30.

Skráningarfrestur er til kl. 13, föstudaginn, 19. maí.

Verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki. Sigurvegari hvers flokks fær keppnisrétt á Landsmótinu í skólaskák sem fram fer í Kópavogi 10. og 11. júní.

Æsikilegt er að skólar sem sendi 10 keppendur eða fleiri sendi starfsmann með keppendum.

- Auglýsing -