Björn að tafli.

Fimm Íslendingar tefla á alþjóðlegu móti sem nú er í gangi á Helsingjaeyri í Danmörku. Maður dagsins var Björn Þorfinnsson (2364) sem vann magnaðan sigur á indversku undrabarni með píramídaárásinni svokölluðu. Björn tapaði fyrri skák dagsins eftir að hafa gleymt sér og fallið á tíma. Björn hefur 3½ að loknum átta umferðum.

Í öðrum flokkum hafa verið tefldar sex umferðir. Stefán Bergsson (2186) hefur 2 vinninga í Meistaraflokki 1. Gauti Páll Jónsson (2054) er í 1.-3 sæti í Meistaraflokki 3 með 4½ vinning. Páll Þórsson (1710) í Kronborg-flokki nr. 3 hefur 2½ vinning. Davíð Stefánsson (1671) sem teflir í fjórða Kronborg-flokki hefur 4 vinninga.

Lokaumferðin í öllum flokkum verður tefld í fyrramálið.

Í flokki Björns eru tefldar 9 umferðar í 5 dögum en hinir tefla 7 umferðir á 4 dögum. Túrbó-mót. Teflt er í fámennum flokkum og segja má að fyrirkomulagið að því leyti líkist Haustmótinu. Draumamót aðdáenda flokkaskiptingar. Mótinu lýkur á sunnudaginn.

—————

Í dag hófst Þriðja laugardagsmóts í Djenovic í Svartfjallalandi. Meðal keppenda þar er FIDE-meistarinn Þorsteinn Þorsteinsson (2218).

Hann gerði jafntefli gegn FIDE-meistara í fyrstu umferð.

Þar tefla 10 kepopendur, allir við alla, ein umferð á dag. Ekkert túrbó-mót. Þorsteinn er nr. 6 í stigaröð keppenda.

Chess-Results

 

- Auglýsing -