Fyrr í dag lauk Kronborg-mótinu við Helsingjaeyri. Fimm Íslendingar tóku þátt í mótinu.
Alþjóðlegi meistarinn og aldursforsetinn Björn Þorfinnsson (2364) endaði vel í GM-flokki. Hann vann tvær síðustu skákirnar og endaði með 4½ í umferðunum níu. Prýðisframmistaða hjá Birni sem tefldi frísklega og skemmtilega. Hann hækkar um 5 skákstig.
Í öðrum flokkum voru tefldar sjö umferðir. Stefán Bergsson (2186) sem tefldi í Meistaraflokki I endaði einnig með sigri. Reyndar án taflmennsku. Hann hlaut 3 vinninga.
Gauti Páll Jónsson (2054) byrjaði vel í Meistaraflokki III en gekk ekki vel í lokin. Hann hlaut 4½ vinning. Hann hækkar um 19 stig fyrir frammistöðu sína.
Páll Þórsson (1710), tefldi undir dönskum fána, í Kronborg III-flokknum. Hann hlaut 3 vinninga.
Davíð Stefánsson (1671) tefldi í Kronborg IV-flokknum. Hann stóð sig vel og hlaut 4½ vinning og hækkar um 29 stig.
—————