Hannes Hlífar Stefánsson er orðinn einn efstur að loknum níu umferðum á Íslandsmótinu í skák, Skákþingi Íslands sem fram fer við fínar aðstæður að Ásvöllum í Hafnarfirði.
Hannes lagði Hjörvar Stein Grétarsson að velli með svörtu og vann sína áttundu skák í röð, ótrúlegur árangur! Guðmundur Kjartansson varð á meðan að sætta sig við jafntefli í skák sinni við Aleksandr Domalchuk-Jonasson. Vignir Vatnar náði einnig sigri með mikilli seiglu. Margar skemmtilegar skákir í umferð dagsins.
Staðan fyrir umferðina
- 1.-2. Guðmundur Kjartansson og Hannes Hlífar Stefánsson 7 v.
- 3. Vignir Vatnar Stefánsson 6 v.
- 4. Hilmir Freyr Heimisson 5½ v.
- 5. Hjörvar Steinn Grétarsson 4½ v.
- 6. Aleksandr Domalchuk-Jonasson 4 v.
- 7. Jóhann Hjartarson 3½ v.
- 8. Lenka Ptácníková 3 v.
- 9. Bragi Þorfinnsson 2½ v.
- 10.-11 Henrik Danielsen Dagur Ragnarsson 2 v.
- 12. Jóhann Ingvason 1 v.
Viðureignir dagsins
GM Hjörvar Steinn Grétarsson (4½) – Hannes Hlífar Stefánsson (7)
Segja má að vendipunktur skákirnnar hafi komið í 14. leik. Hjörvar tefldi e4 afbrigðið gegn Nimzo, hvasst afbrigði. Hannes virtist öllu búinn og kunni teóríuna. Hjörvar leyst ekki á blikun og var búinn að hugsa í klukkutíma og tíu mínútur og leika einum leik á meðan! Erfitt tímahrak framundan og auk þess náði Hjörvar ekki að leysa vandamál stöðunnar og tapaði skiptamun.
Úrvinnslan tók ansi langan tíma, Hannes missti ef til vill af einfaldri leiðum og í lokin voru margir farnir að efst. Réttilega þó þar sem í 57. leik hefði Hjörvar getað krafist jafnteflis en þá kom sama staðan upp í þriðja skipti eftir 57.Kf5. Sama staðan var í 49. leik, 53. leik og svo aftur í 57. leik…með miklum krókaleiðum þó. Hjörvari yfirsást þetta og Hannes hafði ekki hugmynd um að hann hefði leyft þráleik.
Mikilvægur sigur hjá Hannesi og ef til vill verður það lykillinn að 14. Íslandsmeistaratitilnum að missa ekki niður jafntefli í lokin.
GM Guðmundur Kjartansson (7) – FM Aleksandr Domalchuk-Jonasson (4)
Þung skák í drottningarbragði eins og kannski mátti búast við frá þessum skákmönnum, báðir mjög traustir í byrjanavali. Staðan var alltaf í dýnamísku jafnvægi en stuttu eftir tímamörkin náði Guðmundur að vinna peð af Aleksandr. Úrvinnslan klikkaði hinsvegar og svartur náði að verjast, dýr hálfur punktur því forgörðum hjá Guðmundi í grjóthörðu kapphlaupi við Hannes.
GM Vignir Vatnar Stefánsson (6) – Jóhann Ingvason (1)
Vignir hafði þægilega stöðu, betra rými og virtist stjórna skák sinni í miðtaflinu. Mögulega var það tálsýn að einhverju leyti miðað við tölvumat og Jóhann varðist mjög vel og tók fraumkvæðið með vel tímasettum …e5 leik og fékk mun betra tafl. Jóhann missti af góðum leikjum í framhaldinu og átti alls ekki að tapa en Vignir náði einhvern veginn að trikka Jóhann og ná í mikinn seiglupunkt sem heldur möguleikum hans á Íslandsmeistaratitli enn opnum.
IM Hilmir Freyr Heimisson (5½) – Lenka Ptácníková (3)
Ótrúlegur seiglusigur hjá Hilmi. Hvítur var með ívið betra eftir byrjunina en Lenka virtist fá hættulegri færi í miðtaflinu á kóngsvæng. Lenka líklega of fljót á sér að einfalda stöðuna með betra en endataflið átti að vera jafntefli. Hilmir með mikilli seiglu náði að finna færi til að búa til vandamál og Lenka misreiknaði sig í lokin og Hilmir hafði sigurinn.
GM Jóhann Hjartarson (3½) – Bragi Þorfinnsson (2½)
Góð skák hjá Jóhanni sem fékk mun betra, „frítt miðborð“ og alla dýnamík hans megin í stöðunni. Bragi sá aldrei til sólar í þessari skák.
IM Dagur Ragnarsson (2) – GM Henrik Danielsen (2)
Spennandi skák sem varð ansi skemmtileg þegar Dagur fórnaði peði en fékk í stainn stöðulega yfirburði. Henrik náði að vinna sig út úr því og tryggja væntanlega langþráð jafntefli eftir erfiða taphrinu. Dagur bíður enn eftir fyrsta sigrinum á mótinu.
Úrslit dagsins
Staðan eftir umferðirnar níu
Hannes kominn með hálfan vinning í forskot en svo koma Guðmundur og Vignir á eftir og eiga þessir þrír möguleika á titlinum. Hilmir heldur í vonina að krækja í stórmeistaraáfanga. Til þess þarf hann sigur í síðustu tveimur skákunum.
Hannes fær erfiðari viðureign á pappírnum en Guðmundur og Vignir þarf að leggja Braga með svörtu til að halda sínum vonum á lífi.
Allir skákirnar eru í beinni (þó með 15 mínútna seinkun) og beinar lýsingar á YouTube.
Útsendingar á netinu hefjast því ekki fyrr en kl. 15:15. Skýringar á milli 16 og 16:30.
Styrktaraðilar mótsins eru
- Hafnarfjarðarkaupstaður
- Algalíf
- Teva
- Lengjan
- Guðmundur Arason
- MótX
Tenglar
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Skákvarpið
- Beinar útsendingar (Chess.com)
- BEinar útsendingar (Chess24)
- Beinar útsendingar (Chessbase)
- Beinar útsendingar (kingwatcher)