Menningarfélagið Miðbæjarskák heldur nú fjórða árið í röð Skákmót Laugardalslaugar. Mótið verður haldið sunnudaginn 18. júní klukkan 13. Mótið hefur verið vel sótt undanfarin þrjú ár. Sigurvegarar fyrri ára:

2020: Jón Viktor Gunnarsson

2021: Vignir Vatnar Stefánsson

2022: Davíð Kjartansson

Mótið verður haldið á bökkum laugarinnar og uppi á þaki fyrir utan gömlu útiklefana. Þáttaka miðar við 40 manns í mesta lagi og lýkur skráningu náist sá fjöldi. Mótið er öllum opið. Taflið hefst stundvíslega klukkan 13, og tefldar verða 9. hraðskákir með tímamörkunum 3+2. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Ekkert þáttökugjald. Boðið verður upp á kaffi meðfram mótinu og fá þáttakendur frítt í sund eftir mótið. Þáttekendur mæti tímanlega í afgreiðslu þar sem starfsfólk vísar þeim stystu leið að mótstað.

Veitt verða verðlaun í formi skipta í sund, 20 skipti í fyrstu verðlaun og 10 skipti í önnur og þriðju verðlaun.

Miðbæjarskák þakkar Laugardalslaug kærlega fyrir gott samstarf undanfarin ár!

Skráningarform 

Þegar skráðir keppendur 

- Auglýsing -