Níunda umferð Skákþings Íslands hefst kl. 15 í dag. Teflt er á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Með sigri Hannesar á Hilmi Frey í gær má segja að sá síðarnefndi sé úr leik úr baráttunni um Íslandmeistaratitlinn. Vignir hefur enn von þótt hún hafi minnkað en hann verður alltaf að treysta á að það að Guðmundur missi niður a.m.k einn vinning. Vignir teflir við Hannes í lokaumferðini.

Nú væri því frekar réttara að tala um þríeykið frekar en hína fjóra fræknu.

Aðalviðureign dagsins verður að teljast viðureign Hjörvars og Hannesar. Guðmundur teflir við Aleksandr sem hefur jafnt og þétt verið að bæta skorið í síðustu umferðum og Vignir mætir Jóhanni Ingvasyni.

Rétt er að benda á Skákvarpið hans Ingvar sem hefst á milli 16:00 og 16:30.

Slóð á Skákvarpið.

Staðan eftir átta umferðir af ellefu

 • 1.-2. Guðmundur Kjartansson og Hannes Hlífar Stefánsson 7 v.
 • 3. Vignir Vatnar Stefánsson 6 v.
 • 4. Hilmir Freyr Heimisson 5½ v.
 • 5. Hjörvar Steinn Grétarsson 4½ v.
 • 6. Aleksandr Domalchuk-Jonasson 4 v.
 • 7. Jóhann Hjartarson 3½ v.
 • 8. Lenka Ptácníková 3 v.
 • 9. Bragi Þorfinnsson 2½ v.
 • 10.-11 Henrik Danielsen Dagur Ragnarsson 2 v.
 • 12. Jóhann Ingvason 1 v.

Í umferð dagsins mætast (vinningar í sviga):

 • GM Hjörvar Steinn Grétarsson (4½) – Hannes Hlífar Stefánsson (7)
 • GM Guðmundur Kjartansson (7) – FM Aleksandr Domalchuk-Jonasson (4)
 • GM Vignir Vatnar Stefánsson (6) – Jóhann Ingvason (1)
 • IM Hilmir Freyr Heimisson (5½) – Lenka Ptácníková (3)
 • GM Jóhann Hjartarson (3½) – Bragi Þorfinnsson (2½)
 • IM Dagur Ragnarsson (2) – GM Henrik Danielsen (2)

Glæsileg umgjörð verður á mótinu. Allir skákirnar í beinni (þó með 15 mínútna seinkun) og beinar lýsingar í umsjón okkar færustu lýsenda.

Útsendingar á netinu hefjast því ekki fyrr en kl. 15:15.

Styrktaraðilar mótsins eru

 • Hafnarfjarðarkaupstaður
 • Algalíf
 • Teva
 • Lengjan
 • Guðmundur Arason
 • MótX

Tenglar

- Auglýsing -