Það stefnir í algöru spennu í lokaumferðiinni en þeir Stefánssynir, Vignir og Hannes munu mætast í úrslitaskák í lokaumferðinni. Hannes beið í dag lægri hlut gegn Jóhanni Hjartarsyni á meðan að Vignir lagði Braga Þorfinnsson í enn einu seiglu „svíðingum“.
Það kom svo í hluta stigalægsta keppandans, Jóhanns Ingvasonar, að verða áhrifavaldur mótsins. Hann lagði Guðmund Kjartansson að velli eftir að hafa snúið vörn í sókn.
Staðan fyrir umferð dagsins:
- 1. Hannes Hlífar Stefánsson 8 v.
- 2. Guðmundur Kjartansson 7½ v.
- 3. Vignir Vatnar Stefánsson 7 v.
- 4. Hilmir Freyr Heimisson 6½ v.
- 5.-7. Aleksandr Domalchuk-Jonasson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Jóhann Hjartarson 4½ v.
- 8. Lenka Ptácníková 3 v.
- 9.-11. Henrik Danielsen, Dagur Ragnarsson og Bragi Þorfinnsson 2½ v.
- 12. Jóhann Ingvason 1 v.
Viðureignir dagsins
GM Hannes Hlífar Stefánsson (8) – GM Jóhann Hjartarson (4½)
Ein af fjölmörgum skemmtilegum og dýnamískum skákum í umferð dagins. Spænskur leikur var á boðstólnum og Hannes virtist hafa ögn þægilegra tafl. Jóhann tók dýnamíska ákvörðun að setja riddara sinn inn á d4 reitinn og gefa peð. Það reyndist hættulegt að vinna þetta peð og staða Jóhanns gjörsamlega sprakk út og hann vann sannfæradi sigur á Hannesi.
Átta skák sigurganga Hannesar þar með stöðvuð!
Jóhann Ingvason (1) – GM Guðmundur Kjartansson (7½)
Guðmundur virtist vera á leiðinni að vinna sigur peði yfir en á lykilpunkti fórnaði Jóhann skiptamun og fékk hættuleg færi. Guðmudur missti afrothöggi í 35. leik og var þess í stað kominn í nauðvörn eftir afleik í 36. leik. Jóhann tefldi framhaldið glimrandi og setti heldur betur stórt strik í reikninginn hjá Guðmundi sem með sigri hefði verið einn efstur fyrir lokaumferðina.
GM Bragi Þorfinnsson (2½) – GM Vignir Vatnar Stefánsson (7)
Enn eitt ólseigt endataflið hjá Vigni. Hann náði einhvern veginn að kreysta fram vinning úr jafnteflislegu endatafli sem þó var aðeins betra á Vigni. Nokkrir flottir og nákvæmir leiki, …Kc8 og …Ha7 til að losa kónginn og ná f4 peðinu var mjög flott tilfærsla hjá Vigni.
Þessi sigur þýðir að Vignir nær í skottið á Hannesi og þeir tefla úrslitaskák um titilinn. Ef annar þeirra vinnur er sá hinn sami Íslandsmeistari!
GM Hjörvar Steinn Grétarsson (4½) – IM Hilmir Freyr Heimisson (6½)
Hilmir þurfti sigur í þessari skák til að halda möguleikanum á stórmeistaraáfangi á lífi. Eftir vel teflt miðtafl virtist sá draumur vel á lífi. Úrvinnslan klikkaði hinsvegar og Hilmir valdi vitlasust hróksendatafl. Leikurinn e5 í stað Hxg6 hefði líklega gefið góða möguleika en staðan á undan var einnig mjög vænleg. Hjörvar sýndi stórmeistarastyrkleika í vörninni og hélt jafnteflinu.
FM Aleksandr Domalchuk-Jonasson (4½) – IM Dagur Ragnarsson (2½)
Vel tefld skák hjá Degi sem setti mikla stöðulega pressu á hvítu stöðuna. Einhvern veginn komst Dagur samt ekki í gegn og varnarmúr Aleksandrs hélt.
WGM Lenka Ptácníková (3) – GM Henrik Danielsen (2½)
Ekki nægjanlega vel útfærð skák hjá Lenku sem sat uppi með tapaða stöðu tiltöluega snemma tafls.
Úrslit 10. umferðar
Staðan:
Vignir og Hannes efstir og tefla úrslitaskák. Guðmundur getur náð þeim með sigri ef það verður jafntefli hjá Stefánssonum.
Öll augu verða á skák Vignis og Hannesar í lokaumferðinni. Ef með þarf verður aukakeppni um kvöldið!
Allir skákirnar í beinni sem fyrr (þó með 15 mínútna seinkun) og beinar lýsingar í umsjón FIDE meistarans Ingvars Þórs Jóhannessonar.
Útsendingar á netinu hefjast því ekki fyrr en kl. 13:15 á morgun, Skákvarpið verður fyrr á ferðinni en venjulega!
Styrktaraðilar mótsins eru
- Hafnarfjarðarkaupstaður
- Algalíf
- Teva
- Lengjan
- Guðmundur Arason
- MótX
Tenglar
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Skákvarpið
- Beinar útsendingar (Chess.com)
- BEinar útsendingar (Chess24)
- Beinar útsendingar (Chessbase)
- Beinar útsendingar (kingwatcher)