Landsmótið í skólaskák fer fram 10. og 11. júní í Kópavogi. Þessa dagana fara fram undankeppnir á ýmsum svæðum og er þegar lokið á Norðurlandi og Suðurnesjum.
Miðvikudaginn 24. maí nk. fer fram ein undankeppni, haldin á chess.com, fyrir þau svæði þar sem ekki fara fram undankeppnir í raunheimum: Vesturland, Vestfirði, Austurland og Norðurland vestra. Miðað við gömlu kjördæmaskipanina.
Mótið er eingöngu í boði fyrir þá sem eru þeim í skólum sem finna má í skráningaforminu
Undankeppnin fer fram á chess.com og hefst stundvíslega kl. 17:30.
UNDANKEPPNI Á CHESS.COM
Teflt er í þremur flokkum.
- 1.-4. bekkur
- 5.-7. bekkur
- 8.-10. bekkur
Tefldar verða sjö umferðir. Umhugsunartími: Fjórar mínútur á skákina með tveimur viðbótarsekúndum á leik.
Skráning
- Skrá sig í meðfylgjandi form. Skráning í formið er nauðsynleg upp á það geta áunnið sér keppnisrétt á Landsmótið.
- Vera í hópnum skólanetskák á Chess.com: https://www.chess.com/club/skolanetskak. Þeir sem ekki eru meðlimir þurfa að skrá sig í hópinn fyrir mót.
- Skrá sig stundvíslega í rétt mót fyrir sinn aldursflokk á Chess.com.
Öll mótin fara fram á sama tíma. Mælt er eindregið með að mæta stundvíslega; eigi síðar en kl. 17:20.
Sigurvegari hvers flokks vinnur sér keppnisrétt á Landsmótinu í skólaskák. Oddastigaútreikningur (tie-breaks) Chess.com gildir séu keppendur jafnir.
Opnað er fyrir skráningu klukkutíma fyrir mót (kl. 16:30).
Athugið: Það þarf að skrá sig í gegnum skráningaformið, það þarf að vera í skólanetshópnum á Chess.com og það þarf mæta stundvíslega og í réttan flokk.
Fyrirspurnir má senda í netfangið gunnar@skaksamband.is