FIDE-meistarinn Sigurður Daði Sigfússon (2279) er meðal keppenda á EM öldunga sem hófst í gær í Acqui Terme á Ítalíu. Hann tefldi við heimamann (1949) í fyrstu umferð í gær og vann. Hann fær annan heimamann í dag (2027).
Í flokki Sigurðar Daða (50+) eru 80 keppendur frá 25 löndum. Þar af eru 5 stórmeistarar og 7 alþjóðlegir meistarar. Daði er tíundi í stigaröð keppenda.
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 13)
———–
FIDE-meistarinn Þorsteinn Þorsteinsson (2218) situr a að tafli í Djenovici í Svartfjallalandi.
Hann hefur hlotið 2 vinninga að loknum sjö umferðum.
Á mótinu tefla 10 skákmenn, þar af 3 alþjóðlegir meistarar, allir við alla. Þorsteinn er nr. 6 í stigaröð keppenda
———–
Þann 29. maí hefst mót í Póllandi þar sem, brátt stigahæsti skákmaður landsins, Hannes Hlífar Stefánsson (2521) tekur þátt.
———–
Þann 31. maí hefst í Þýskalandi alþjóðlegt mót í Þýskalandi þar Guðmundur Kjartansson (2402), Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2338) og Guðni Stefán Pétursson (2024) eru meðal keppenda.
———–
Í júní fjölgar íslenskum skákmönnum enn erlendis. Nánar um það síðar!