Suðurlandsmótið í skólaskák var haldið á Samkomuhúsinu Stað í Eyrarbakka 22. maí sl.

Þetta var fyrsta Suðurlandsmótið í býrna mörg ár og væntanlega það langfjölmennasta. Alls tóku 95 krakkar frá 10 skólum þátt!

Flestir keppendur koma úr Grunnskóla Eyrarbakka og Stokkseyrar eða 32 talsins. 19 úr Flúðaskóla og 11 úr Flóaskóla.

Efsti keppandi úr hverjum flokki ávann sér keppnisrétt á Landsmótinu í skólaskák sem fram fer 10. og 11. júní í Kópavogi.

1.-4. bekkur

Adam Stefán Eiden (Barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyrar) og Loftur Steinsson (Flúðaskóla) voru efstir og jafnir. Adam vann mótið eftir oddastigaútreikning. Styrkir Sævarsson (Barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyrar) varð þriðji.

Lokastaðan á Chess-Results.

5.-7. bekkur

Baráttan var gríðarlega hörð. Svo fór að fjórir keppendur komu efstir og jafnir í hús. Unnsteinn Magni Arnarssonar, Reykholtsskóla, var sigurvegari eftir oddastigaútreikning

Magnús Trygvi Birgisson (Vallaskóla), Stefán Fannar Halldórsson (Flúðaskóla) og Þorgeir Elís Elvarsson (Flúðaskóla) fengu einnig 6 vinninga en voru lægri á á oddastigum.

Lokastaðan á Chess-Results

8.-10. bekkur

Sæþór Ingi Sæmundarson (Grunnskóla Vestmannaeyja) vann öruggan sigur. Guðbergur Davíð (Flóaskóla) varð annar og Kristján Kári Ólafsson (Sunnulækjarskóla) varð þriðji.

Lokastaðan á Chess-Results

Skákstjórar voru Gunnar Björnsson, Jóhanna Björg Jóhansdóttir og Róbert Lagerman. Heimafólki og skákkennurum er þakkað kærlega fyrir frábært samstarf.

 

 

 

- Auglýsing -