Ný alþjóðleg skákstig komu út í dag, 1. júní. Hannes Hlífar Stefánsson er stigahæsti skákmaður landsins. Eftir sex ára hlé en Hannes var síðast á toppnum árið 2017. Ólafur Gunnar Flóvenz er stigahæstur nýliða og Emilía Embla B. Berglindardóttir hækkar mest frá síðasta stigalstia.

Topp 21

Eins og áður sagði er Hannes Hlífar Stefánsson (2532) að nýju stigahæsti skákmaður landsins eftir sex ára fjarveru af toppnum. Hjörvar Steinn Grétarsson (2521) er annar. Ríflega 30 stig eru næstu menn sem eru Helgi Ólafsson og Héðinn Steingrímsson (2491).

Topp 100

Nýliðar og mestu hækkanir

Átta nýliðar eru á listanum. Má rekja þá að miklu leyti til hinna afar vel heppnuðu Bikarsyrpu TR.

Stigahæstur þeirra eru Ólafur Gunnarsson Flóvenz (1250). Næstir eru Arnaldur Árni Pálsson (1239) og Vignir Óli Gunnaugsson (1144).

Emilía Embla B. Berglindardóttir (+120) hækkar mest frá síðasta lista. Í næstu sætum eru Sigurjón Hermannsson (+70) og Hilmir Freyr Heimisson (+60)

- Auglýsing -