Hannes að tafli á Kviku Reykjavíkurskákmótinu í Natura.

Það gekk afar vel hjá íslensku keppendunum sem eru að tefla erlendis í gær.

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2521) fékk 1½ vinning í tveimur skákum á alþjóðlega mótinu í Przeworsk í Póllandi í gær.

Hannes hefur 5 vinninga eftir 6 umferðir og er efstur á mótinu.

Sjöunda umferð fer fram í dag.

Þátt taka 10 skákmenn, og tefla allir við alla. Þar af eru þrír stórmeistarar. Hannes er þriðji í stigaröð keppenda. Meðalstigin eru 2451 skákstig.

———–

Í gær hófst alþjóðlegt skákmót í Munchen í Þýskalandi. Tveir íslenskir keppendur taka þátt en það eru Guðmundur Kjartansson (2402) og, Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2338).

Þeir unnu báðir í 2. umferð sem fram fór í gær  Þeir tefla báðir við grjótaharða keppendur í dag. Gummi við serbneska (einn af þeim sem hefur yfir Rússland) stórmeistarann Alexey Sarana (2685), sem er stigahæstur keppenda og núverandi Evrópumeistari í skák. Sasha mætir spænska stórmeistaranum Oleg Korneev (2457)

162 skákmenn taka þátt í mótinu og þar af eru 12 stórmeistarar.  Guðmundur er nr. 25 í stigaröð keppenda en Aleksandr er nr. 36.

———–

FIDE-meistarinn Sigurður Daði Sigfússon (2279) er meðal keppenda á EM öldunga sem fram fer í Acqui Terme á Ítalíu. Hann vann sína aðra skák í röð í sjöundu umferð sem fram fór í gær. Hann hefur 5 vinninga og er í 5.-10. sæti.

Í dag teflir hann við hollenska alþjóðlega meistarann Mark Van Der Werf (2396). Sigur gæti þýtt baráttu um verðlaunasæti.

Alls eru tefldar níu umferðir. Í flokki Sigurðar Daða (50+) eru 80 keppendur frá 25 löndum. Þar af eru 5 stórmeistarar og 7 alþjóðlegir meistarar. Daði er tíundi í stigaröð keppenda.

- Auglýsing -