HIlmir Freyr að tafli gegn Jóhanni H. Ragnarssyni í dag. Mynd: Daði Ómarsson.

Alþjóðlegi meistarinn Hilmir Freyr Heimisson (2413) er efstur með 5 vinninga að loknum sex umferðum á Boðsmóti TR – fimmta Brim-mótinu sem fram fer um helgina.

Lenka Ptácníková (2123) er í öðru sæti með 4½ vinning. Benedikt Briem (2165), Torfi Leósson (2140), Arnar Milutin Heiðarsson (2108) og Ingvar Wu Skarphéðinsson (1960) hafa 4 vinninga.

Staðan á Chess-Results

Lokaumferðin hefst kl. 11. Eftir umferðina eða um klukkan 16 hefst svo hraðskámót þar sem allir geta tekið þátt.

Beinar útsendingar

- Auglýsing -