Frá Landsmótinu. Í gær. Mynd: Daði Ómarsson.

Það hefur verið mikið um að vera um helgina. Landsmótið í skólaskák, CAD-mót í Sykursalnum, og svo aðalfundur SÍ.

Landsmótið hófst í gær þegar fyrstu sex umferðirnar voru tefldar. Staða efstu manna eftir fyrri dag er sem hér segir:

1.-4. bekkur

1.-2. Karma Halldórsson (Grunnskóla Ísafjarðar) og Tristan Fannar Jónsson (Rimaskóla) 6 v.
3. Nam Qooc Nguyen (Melaskóla) 4 v.

Staðan á Chess-Results

5.-7. bekkur

1. Jósef Omarsson (Landakotsskóli) 6 v.
2.-3. Magnús Tryggvi Birgisson (Vallaskóli) og Guðrún Fanney Briem (Hörðuvallaskóla) 5 v.

Staðan á Chess-Results

8.-10. bekkur

1.-2. Gunnar Erik Guðmundsson (Salaskóli) og Adam Omarsson (Landakostsskóli) 5 v
3.-5. Ingvar Wu Skarphéðinsson (Hlíðaskóli), Markús Orri Óskarsson (Síðuskóli) og Sigurbjörn Hermannsson (Árbæjarskóli) 4½ v.

Staðan á Chess-Results

Taflmennskan í dag hefst kl. 11. Mótið fer fram við glæsilegar aðstæður í húsnæði Siglingaklúbbs Kópavogs að Naustavör 14. Áhorfendur velkomnir

Sýnt er beint frá tveimur skákum í flokki 8.-10. bekkjar og efstu borðunum í yngri flokkunum.

Beinar útsendingar

Myndir (Daði Ómarsson)

- Auglýsing -