Sjötta umferð Teplice Open fór fram í gær í Tékklandi. Í gær kom 3½ vinningur af 6 mögulegum í hús. Björn Hólm Birkisson (2121) vann tékkneska FM-meistarann Jachym Nemec (2341). Auk þess unnu Mai-bræðurnir, Aron Þór (2077) og Alexander Oliver (2128) báðir. Davíð Kolka (1959) gerði jafntefli en aðrar skákir töpuðust.
Björn Hólm (2121) hefur 4 vinninga, Bárður Örn Birkisson (2179) hefur 3½ vinning, Hilmir Freyr Heimisson (2413) 3 vinninga og Mai-bræður og Davíð 2½
Sjöunda umferð af níu fer fram í dag.
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsending (hefjast flestar kl. 13)
- Auglýsing -