Teplice-mótinu í Tékklandi lauk í dag. Hilmir Freyr Heimisson (2413) og Alexander Oliver Mai (2128) urðu efstir íslensku keppendanna með 5½ vinning í 9 umferðum. Sá síðarnefndi vann fjórar síðustu skákirnar og þar á meðal danska alþjóðlega meistarann Jacob Sylvan (2325) í lokaumferðinni.
Bárður Örn (2179) og Björn Hólm Birkissynir (2121) fengu 5 vinninga, Davíð Kolka (1959) 4½ vinning og Aron Þór Mai 4 vinninga.
Tvíburarnir og Alexander hækka á stigum. Björn Hólm um 24 stig, Bárður um og Alex um 9
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsending (hefjast flestar kl. 13)
————
Stórmeistarinn Margeir Pétursson (2444) tekur þátt í Pula Open í Króatíu sem hófst í dag.
Hann vann í fyrstu umferð stigalágan andstæðing og teflir við annan stigalágan í dag.
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast flestar kl. 14:30) – hef ekki fundið.
- Auglýsing -