Ný alþjóðleg skákstig komu út í dag, 1. ágúst. Hannes Hlífar Stefánsson heldur sinni stöðu sem stigahæsti skákmaður landsins. Benedikt Briem hækkar mest frá júlí-listanum.
Topp 20
Hannes Hlífar Stefánsson (2529) heldur stöðu sinni sem stigahæsti skákmaður landsins. Hjörvar Steinn Grétarsson (2522) er næststigahæstur og Héðinn Steingrímsson (2491) sá þriðji.
Mestu hækkanir
Benedikt Briem (+80) hækkar mest frá júlí-listanum. Næstir eru Jósef Omarsson (+54) og Iðunn Helgadóttir (+48)
Eftirtaldir hækkar um 10 stiga eða meira.
Stigahæstu skákkonur landsins
Lenka Ptácníková (2130) er stigahæsta virka skákkona landsins. Jóhanna Björg Jóhansdóttir (2014) og Guðlaug Þorsteinsdóttir (1983) koma næstir.
Tvær ungar og efnilegar skákkonur eru á topp 10. Guðrún Fanney Briem (1706) og Iðunn Helgadóttir (1694).
Stigahæstu ungmenni landsins (u20)
Stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2482) er stigahæsta ungmenni landsins. Í næstu sætum eru Aleksandr Domalchuk-Jónasson (2412) og Benedikt Briem (2207).
Reiknuð mót
Aðeins hrað- og atskákmót voru reiknuð að þessu sinni
- Viðeyjarmótið (hraðskák)
- 20 ára afmælismót Vinaskákfélagsins (hraðskák)
- TR Rapid – 4 mót (atskák)