Heimsmeistaraefni Praggnanandhaa tefldi á Reykjavíkurskákmótinu 2018. Ungir áhorfendur fylgdust spenntir með viðureign hans við Vigni Vatnar. — Ljósmynd/Ómar Óskarsson

Stórt hugtak sem ætti að notast sparlega. Sannleikurinn er sá að það er dálítið langt síðan ég fór yfir viðureign á skákborðinu sem skildi eftir þessa tilfinningu: snilld. Indverjanum Ramush Praggnanandhaa hefur verið spáð heimsmeistaratitlinum einhvern tímann í framtíðinni. Hann komst beint inn í 64 manna [Aths. ritstjóra 128 manna] úrslit heimsbikarmóts FIDE í Bakú í Aserbaídsjan eins og álitlegur hópur stigahæstu keppendanna og má nefna Magnús Carlsen, Fabiano Caruana, Jan Nepomniactchi og Hikaru Nakamura sem var sá eini sem þurfti í gær að tefla styttri skákir til að halda áfram keppni. Hinir komust áfram án erfiðleika. Heimamenn misstu út einn sinn besta mann er Shakriyar Mamedarov tapaði ½:1½ fyrir hinum 23 ára gamla Jingyao Tin frá Singapúr.

Indverjinn ungi, sem verður 18 ára hinn 10. ágúst, tók til til óspilltra málanna á miðvikudag og þá kom fram þetta meistaraverk:

Heimsbikarmótið í Bakú 2023; 2. umferð:

Maxime Lagarde – Ramesh Praggnanandhaa

Spænskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rge7

Fremur sjaldséður leikur sem kom fyrir í skákum gömlu meistaranna Andersens og Steinitz og síðar hjá Bent Larsen.

4. Rc3 Rg6 5. d4 Rxd4 6. Rxd4 exd4 7. Dxd4 c6 8. Be2 Db6 9. Dd3 Be7 10. f4 0-0 11. h4 d5!

Árás á væng skal svarað með atlögu á miðborði er gömul kenning.

12. h5 dxe4 13. Dg3

13. … Rh4!

Það var ekki fýsilegt að hörfa til h8 og þessi leikur hlaut því að koma til álita og er byggður á hárréttu stöðumati eftir hinn magnaða 15. leik.

14. Hxh4 Dg1+ 15. Bf1 e3!

 

 

16. Rd1

Svartur hafði í hyggju að leika 16. … Df2+. 16. Bxe3 strandar á 16. … Bxh4 og vinnur.

16. … He8!

Og nú er hótunin að leika 17. … e2.

17. Ke2 Be6

Vélarnar mæla með 17. … Bxh4 18. Dxh4 b6 o.s.frv. því að nú missti hvítur af sínum besta varnarmöguleika í skákinni, 18. f5! þótt staðan sé áfram erfið.

18. b3 Had8 19. Rxe3

19. Bxe3 var annar möguleiki en þá kemur 19. … Bxh4 20. Dxg4 Bg4+! 21. Bxg4 Hxd1! 22. Kxd1 Dxe3 og engin vörn finnst við hótuninni 23. … De1 mát eða 23. … Dd4+.

19. … Bf6 20. Hb1 Bf5 21. Df2

Með hugmyndinni 21. … Dxf2+ 22. Kxf2 Bxh4+ 23. g3! og biskupar svarts eru í vanda.

21. … Bxh4!

Frábær leikur því að eftir 22. Dxg1 kemur 22. … Bg4 mát!

22. Dxh4 Bxc2 23. Dxd8

Hvítur átti ekki betri kost en að gefa drottninguna fyrir þrjá létta sem stundum ráða við eina drottningu. En ekki hér, það vantar allan samgang.

23. … Hxd8 24. Rxc2 Dc5 25. Re3 He8 26. Kf3 Dd4 27. Ke2 Dc5 28. Kf3 Dxh5+ 29. g4 Dh1+ 30. Kg3 He6 31. Bd2 h5! 32. gxh5 Dxh5 33. He1 Hg6 34. Kf2 Dh4 35. Kf3 Dg3 36. Ke4 Hd6 37. He2 f5+!

Laglegur lokahnykkur. Hvítur er óverjandi mát, t.d. 38. Kxf5 Dg6+ og 39. … De6 mát eða 38. Rxf5 Dd3+ og 39. … Dd5 mát.

Vignir, Helgi Áss og Stefán tefla í Portúgal

Helgi Áss Grétarsson varð í 2.-9. sæti á opna skákmótinu í Pardubice sem lauk um síðustu helgi. Helgi var einn efstur fyrir síðustu umferð en tapaði í lokaumferðinni fyrir Úsbekanum Agmanov sem hafði með því sætaskipti við Helga og varð einn efstur.

Helgi, Vignir Vatnar og Stefán Bergsson sitja þessa dagana að tafli á opnu móti í Porto í Portúgal. Eftir sex umferðir voru þeir allir með 4½ vinning, ekki langt frá toppsætinu.

Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is u.þ.b. viku eftir að þeir birtast í Morgunblaðinu. Skákþáttur þessi birtist 5. ágúst 2023

- Auglýsing -