Í dag hófust undanúrslit á Heimsbikar mótinu í Baku í opnum flokki. Á sama tíma hófust úrslitin í kvennaflokki. Mjög óvæntir keppendur eru komnir þetta langt í báðum flokkum, Azerinn Nijat Abasov hefur algjörlega slegið í gegn í opna flokknum en hann er númer 69 í styrkleikaröðinni og er kominn alla leið í undanúrslitin kvennamegin var svo Nurgyul Salimova númer 29 í röðinni.
Magnus Carlsen (2835) – Nijat Abasov (2632)
Heimamaðurinn Nijat Abasov er kominn alla leið í undanúrsit og mætir þar sjálfum Magnus Carslen. Magnus fórnaði peði í byrjuninni og fékk fína stöðu. Með nýtísku Hg1 og framrás g-peðsins.
Magnus virtist hafa yfirhöndina í miðtaflinu en fann enga leið til að auka við stöðuyfirburði sína. Hann fór aðeins að gefa eftir og á einum stað átti Abasov þrumuleik.
Magnus lék 34.Dh2? og hér átti Abasov 34…Df1! þar sem hótunin Hg6-g2 er illviðráðanleg. Þess í stað kom 34…Hg6 og Carlsen slapp með skrekkinn. Hann vann c-peðið og var aftur kominn með betra.
Hér var Carlsen að enda við að drepa á a7 með hugmyndinni að skáka á g1 í kjölfarið en það gaf Abasov færi á að bjarga sér. Abasov lék 40…Df6+? sem tapar. 40…Dg7+! hefði bjargað skákinni. Það er reyndar ekki auðvelt að sjá en lykillinn er eftir 41.Kb4 Kxa7 42.Dg1+ þá á svartur….
42…c5+!!
Abaosv missti af þessu og Carlsen vann nokkrum leikjum síðar.
Fabiano Caruana (2782) – Rameshbabu Pragganandhaa (2707)
Caruana náði fínni pressu í ítalska leiknum gegn Pragga. Sá indverski varðist vel og þó Caruana næði að vinna peð voru öll peðin á sama væng 4 vs 3 í hróksendatafli. Pragga var ekki í neinum vandræðum með að halda því.
????? GM Praggnanandhaa Rameshbabu passes the Caruana test with the black pieces!@rpragchess held GM Fabiano Caruana to a draw after playing the rook endgame accurately.
Pragg will play as White in the next game! #FIDEWorldCup
? Stev Bonhage / @photochess / FIDE pic.twitter.com/CUCdROMdDJ
— Chess.com – India (@chesscom_in) August 19, 2023
Kvennaflokkur
Í kvennaflokki er komð að úrslitaeinvíginu. Öskubuskuævintýri Salimovu hefur vakið verðskuldaða athygli en flestir væntanlega myndu veðja á sigur Goryachkinu í þessu einvígi.
Alexandra Goryachkina (2504) – Nurgyul Salimova (2403)
Goryachkina fór í peðaát í byrjuninni og fékk tilboð um að taka annað peð. Líklega var þetta vendipunkurinn. Tölvan vill að sjálfsögðu taka en eins og Salimova sagði, enginn mennskur er að fara að taka og leyfa allt spilið sem svartur fær. Þess í stað skipti Goryachkina upp á drottningum.
Eftir þetta var jafnt á liði og ef eitthvað hafði svartur aðeins betra en Goryachkina tók þráleik í endataflinu.
Anna Muzyhuk (2504) – Tan Zhongyi (2523)
Teflt er um þriðja sætið og er sú viðureign mikilvæg þar sem sæti á áskorendamóti kvenna er í boði. Anna vann fyrri skákina með hvítu, yfirspilaði þá kínversku í miðtafli með mislitum biskupum.
Heimsbikarmótið heldur áfram á morgun þegar seinni kappskákirnar í núverandi einvígjum verða tefldar.
Upptaka af útsendingu dagsins:
- Heimasíða mótsins
- Beinar útsendingar Chess.com | kvenna (skákir hefjast 11:00)
- Beinar útsendingar lichess | Kvenna