Línur tóku að skýrast all verulega í Áskorendaflokki í dag en þá fór fram áttunda og næstsíðasta umferðin. Bragi Þorfinnsson hefur tryggt sig í Landsliðsflokk að ári. Hann hefur 7 vinninga að loknum 8 umferðum og getur aldrei endað neðar en í öðru sæti. Bárður Örn Birkisson er í öðru sæti með 6,5 vinning og nægir jafntefli í lokaumferðinni til að komast í Landsliðsflokk.

Á efsta hafði stórmeistarinn Bragi Þorfinnsson (2394) hvítt gegn Gauta Páli Jónssyni (2055). Gauti jafnaði taflið og tefldi vel en Bragi komst út í örlítið betra endatafl en þar gerði svartur mistök í endataflinu þar sem c-peð hvíts varð allt í einu stór örlagavaldur.

Mikilvægur sigur fyrir Braga sem tryggir sætið í Landsliðsflokki.

Á öðru borði var gríðarlega mikilvæg skák á milli og Bárðar Arnar Birkissonar (2191) og Olgu Prudnykovu (2268). Sigur hjá öðrum hvorum aðilanum myndi nánast tryggja Landsliðsflokkssætið.

Olga spennti bogann of hátt með svörtu í byrjuninni og allt í einu var einfaldlega of mikið af liði í uppnámi.

Hér varð svartur að fara „all-in“ með 16…Dh4 sem Olga gerði. Eftir 17.Hxd6 Rxf2

þá verður hvítur að finna 18.Df1 sem vinnur. Bárður lék 18.Dd2? Þá var komið að Olgu að leika af sér. 20…Dxd6 er í fínu lagi á svart og jafnt á liði sem hlýtur að teljast sigur miðað við stöðuna áðan. 20…He8+? skildi hvítan hinsvegar eftir með þrjá menn fyrir hrók, of mikið.

Bárður með þessum sigri kominn í mjög góða stöðu og þarf aðeins jafntefli í lokaumferðinni til að tryggja sig.

Á þriðja borði hafði Davíð Kjartanssyni (2292) hvítt á Mikael Jóhann Karlsson (2127). Davíð virtist vera í bílstjórasætinu eftir byrjunina og í miðtaflinu en Mikael sýndi mikla seiglu í vörninni og smátt og smátt tók svartur yfir skákina og var á endanum kominn með unnið endatafl. Endataflið var engu að síður flókið og kannski auðveldara að sitja á hliðarlínunni í svona stöðum.

Vinningurinn rann svörtum úr greipum eftir 57…Rxd5? og er alltaf tablebase-jafntefli eftir það. 57…Kg6! hefði unnið skv. tölvureiknum. Kóngurinn er tilbúinn að hjálpa til og svartur kemur peðunum af stað.

Björn Hólm Birkisson (2097) lagði allt í sölurnar gegn Benedikt Þórissyni (1851) og fórnaði manni til að opna stöðuna. Björn með hvítt reyndi að finna leiðir til að pressa á Benedikt en svartur náði að hanga á liðsaflanum. Það var ekki fyrr en í endatafli þar sem Björn náði loks að rétta kútinn í liðsafla og átti þá smá sénsa með biskupaparið en náði ekki að búa neitt til. Benedikt náði að fórna manni og skilja hvítan eftir manni yfir en með biskup sem hafði ekki yfirráð yfir uppkomureit kantpeðs hvíts. Jafntefli því niðurstaðan.

Sviptingarnar hjá Jóhanni Ingvasyni (2087) og David Kolka (1982) voru svipaðar. Svartur fékk fyrst betra tafl í einhvern tíma en David með hvítu náði að jafna taflið og fá svo sjálfur sénsa í endataflinu áður en jafnteflið varð svo óumflýjanlegt.

Jóhann Ragnarsson (1866) lenti í stórkostlegum vandræðum snemma í byrjuninni gegn Benedikt Briem (2207). Níundi leikur svarts 9…Dc7? var slakur og eftir 10.Bf4 er svartur bara í vandræðum. Hörfi drottningin kemur Bd6 og svartur missir hrókunarréttindin að öllum líkindum.

Peð fór því í hafið eftir 10…e5 11.Rxe5 en 11…b5?? var einfaldlega of mikið.

Benedikt reiknaði sig í gegnum þetta og kláraði svo smekklega.

14.Dxb8! og hvítur er of miklu liði yfir og drottningarkaup óumflýjanleg.

Úrslit:

Staðan:

Bragi er kominn í Landsliðsflokk eins og áður sagði. Bárður fer líka í Landsliðsflokk ef hann annaðhvort nær jafntefli eða að Olga nær ekki að vinna sína skák en hún mætir einmitt Birni, tvíburabróður Bárðar. Aðeins þessi þrjú eiga möguleika á að ná sætunum mikilvægu. Bárður og Bragi berjast svo mögulega um farandbikarinn glæsilega.

Hægt er að nálgast skákir 8. umferðar inni á lichess hér. Einnig hægt að hala niður 8. umferð á PGN hér.  Beinar útsendingar eru bara á LiveCloud (sjá link að neðan) en skákir eru settar inn á lichess eftirá.

Í lokaumferðinni, 9. umferð sem fer fram á morgun klukkan 13:00 þá mætast Bragi og Davíð Kjartansson á efsta borði. Lenka hefur hvítt gegn Bárði og Olga hvítt á Björn Hólm. Ritstjórn spáir nokkrum friðarpípum á morgun!

Líf og fjör sem endranær. Ingvar Wu og Andrey stúdera skák sína með hjálp viðstaddra.

 

- Auglýsing -