Íslandsmeistarar Liðsmenn TG með sigurlaunin eftir stórsigur í úrslitaviðureign mótsins.

Taflfélag Garðabæjar hefur hauststarfsemi sína í næstu viku.

Á mánudögum verða Hraðskákkvöld TG opið öllum sama hvaða félagi viðkomandi er í og er stefnt að reiknuðum viðburðum í náinni framtíð. Fyrsta æfingin verður þó óreiknuð en allir velkomnir og æfingin stendur ca. frá 19.30 til 21.30.

Barna og unglingastarf félagsins hefst einnig í vikunni og verða æfingar í 2. aldurshópum á þriðjudögum og laugardögum. sjá nánar https://www.tafl.is/vefur/index.php/barna-og-unglingastarf

Félagið hefur aðsetur á 3. hæð í Miðgarði sem er nýja fjölnota íþróttahúsið í Garðabæ.

- Auglýsing -