HM kvennalandsliða fer þessa dagana fram í borginni Bydgoszcz í Póllandi. Tólf þjóðir tóku þátt og er að mestu valið út fyrr lokastöðunni á síðasta ólympíuskákmóti. Efstu liðin og svo eitt frá hverri heimálfu. Tefld er atskák (45+10) og tvær skákir tefldar á dag.
Flest liðin stilla upp sterkum liðum þótt stundum vanti þær allri sterkustu. Margir áhugaverðir keppendur. Má benda á að fyrsta borði Bandaríkjanna teflir Alice Lee, sem er aðeins 13 ára. Sérstaklega má svo benda á lið Kasakstan en það skipa eingöngu kornungar stúlkur, fæddar 2002-07, sem geisla af sjálfstrausti.
????????Kazakhstan defeat ????????Germany & secure a spot in the semifinals! #FIDEWomenTeams
Alua Nurmanova showcased a brilliant performance, seizing an advantage early in the game and defeating Josefine Heinemann, giving Kazakhstan the lead. Bibisara Assaubayeva then managed to reverse a… pic.twitter.com/jlrqfOZfrs
— International Chess Federation (@FIDE_chess) September 9, 2023
Skipt var í tvo jafna sex liða riðla og fjögur efstu liðin ú hvorum riðli komust áfram í átta liða úrslit. Lokastaðan í riðlunum tveimur varð.
A-riðill
- Kasakstan 9 stig (af 10 mögulegum)
- Georgía 7 stig
- Frakkland 5 stig
- Úkraína 5 stig
- Indland 4 stig
- Egyptaland 0 stig
B-riðill
- Bandaríkin 7 stig
- Pólland 7 stig
- Kína 6 stig
- Þýskaland 4 stig
- Búlgaría 4 stig
- FIDE Ameríka (blandað ameríkulið) 2 stig
Stóru tíðindi voru óneitanlega þau að Indland sat eftir. Í lokaumferðinni mættust Frakkland og Úkraína. Jafntefli myndu duga báðum liðum en annars hefði Indland komist áfram vegna fleiri vinninga. Viðureigninni lauk 2-2 í eftir afar skrautlega baráttu. Báðir aðilar sáttir en Indverjar minna sáttir.
Átta liða úrslit hófstu svo í gær. Margt virðist benda til þess að a-riðilinn hafi verið sterkari en svo fór að þrjú lið úr honum komust áfram. Tefld er tvöföld umferð. Verði jafnt á stigum er svo teflt til þrautar í hraðskák. Bráðabani er tefldur þótt að annað liðið vinni 4-0 og hitt liðið 2½-1½. Eingöngu horft á stig ekki vinninga. Engin viðureign fór í bráðabana í gær.
Úrslit urðu
- Frakkland-Pólland (3-1) (2½-1½)
- Georgía – Kína (2½-1½) (2-2)
- Bandaríkin – Úkraína (2½-1½) (2½-1½)
- Kasakstan – Þýskaland (2-2) (3-1)
Nánar má lesa um gang mála í gær í grein David Llada á heimasíðu FIDE.
Í dag hefjast svo undanúrslit. Þar mætast
- Frakkland-Kasakstan
- Bandaríkin-Georgía
????????Kazakhstan will battle it out with ????????France, and ????????USA will face ????????Georgia in the semifinals of the FIDE World Women’s Team Championship. Who will make it to the final? #FIDEWomenTeams
Tune in tomorrow at 15:00 CEST. ????
???? https://t.co/DtULl0DMAk pic.twitter.com/OQMTvntyEM— International Chess Federation (@FIDE_chess) September 9, 2023
Umferðir hefjast kl. 13 og 16 er rétt að hvetja íslenska skákáhugamenn að fylgjast með. Lýsingar frá mótinu eru góðar og eru í umsjón króatíska stórmeistarans Alojzije Janković and georgíska kvennastórmeistarans Keti Tsatsalashvili
Ritstjórn ætlar að gera svo djörf að spá Kasakstan sigri í mótinu.
- Heimasíða mótsins
- Úrslitaþjónusta (Chess-Manager)
- Beinar útsendingar (Chess24)
- Beinar lýsingar (FIDE)