HM kvennalandsliða lauk í gær í borginni Bydgoszcz í Póllandi en mótið fór fram 5.-11. september.
Georgía vann sigur á mótinu. Í sjálfu sér alls ekki óvæntan enda var liðið með hæstu meðalstigin. Liðið vann sannfærandi sigur á Kasakstan í úrslitum. Reynslan hafði betur gegn æskunni að þessu sinni en meðalaldur Kasaka var 18 ár.
Það er áhugavert að nákvæmlega sama lið Georgíu vann sömu keppni árið 2015. Þá vantaði einmitt sterkustu skákkonu Georgíu, Nana Dzagnidze, sem rétt eins nú tefldi ekki vegna þess að hún var ólétt. Það tap kostaði ritstjórn Skák.is einn kaldan drykk en ritstjórn hafði of mikla trú á æskunni að þessu sinni og tapaði veðmáli.
Baráttuskapurinn skein úr andlitum ungstirnana allt mótið og silfrið ekki það sem stefnt var að. Ritstjórn telur óhætt að spá Kasökum miklu frama í kvennalandsliðskeppnum framtíðarinnar.
Þeir frönsku voru hins vegar kampakátar með bronsið.

Frakkar unnu Bandaríkjamenn í í bronslagnum. Óhætt er að hvetja skákáhugamenn að fylgast með Alice Lee, sem tefldi á fyrsta borði Bandaríkjamanna. Hún er aðeins 13 ára en fékk engu að síður borðaverðlaun á efsta borði. Hún er þegar þrefaldur heimsmeistari í barnaflokkum. Ritstjórn hefur heimildir fyrir því að mótsstjórn Reykjavíkurskákmótsins ætli að kanna möguleika þess að hún tefli á Reykjavíkurskákmótinu 2024.
Sá sem þetta ritaði var á staðnum sem fullrúi FIDE á staðnum (FIDE Supervisior) og er mjög þakklátur fyrir það tækifæri og traust.
Nánar má lesa um gang mála í gær í grein David Llada á heimasíðu FIDE.
- Heimasíða mótsins
- Úrslitaþjónusta (Chess-Manager)
- Beinar útsendingar (Chess24)
- Beinar lýsingar (FIDE)