Þeir Bárður Örn Birkisson (2191) og Stefán Bergsson (2114) hafa fullt hús eftir tvær umferðir í A-flokki á Haustmóti TR. Stigahæsti skákmaður flokksins Hilmir Freyr Heimisson (2367) hefur þó ekki enn hafið taflmennsku en er væntanlegur til landsins og línur fara betur að skýrast þegar frestaðar skákir í fyrstu umferðunum hafa verið tefldar.
Í opnum flokki eru þrír skákmenn með fullt hús. Stigahæsti skákmaður flokksins Sverrir Sigurðsson (1916) sem tefldi mikið á árum áður og er með „comeback“ á þessu móti hefur fullt hús ásamt hinum unga og efnilega Mikael Bjarka Heiðarssyni (1666) og Jóhanni Jónssyni (1782) sem er traustur skákmaður.
Stefán vann sigur á Haraldi Haraldssyni með hvítu mönnunum. Bárður Örn Birkisson vann á sama tíma með svörtu gegn Gauta Páli Jónssyni. Bróðir hans, Björn Hólm lagði svo Jóhann Ingvason að velli en Ingvar Wu og Þorvarðar Fannar skildu jafnir.
Í opna flokknum vann Sverrir Sigurðsson gegn Kristján Erni og Mikael Bjarki náði góðum úrslitum og vann gegn Jóhanni Ragnarssyni. Benedikt Þórisson og Sigurður Páll Guðnýjarson skildu jafnir í uppgjörri tveggja efnilegra.
Þriðja umferðin fer fram á morgun miðvikudag. Í A-flokki mætast eftirfarandi
Hilmir mætir Stefáni Bergssyni sem hefur fullt hús og gæti orðið mikilvæg viðureign upp á toppbaráttuna. Jóhann Ingvason leitar vafalítið hefnda eftir að hafa tapað fyrir öðrum tvíburanm í umferðinni á undan.
Taflmennska fer fram í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Umferðir hefjast 18:30 en 13:00 um helgar.