Sigurbjörn kom við sögu á Sögu í dag.

Kristján Örn Elíasson hefur um nokkra mánaða skeið stjórnað, ákaflega vel heppnuðum, vikulegum útvarpsþáttum, á miðvikudögum, á Útvarpi Sögu – sem heita; Við skákborðið.

Í gær mætti Sigurbjörn Björnsson í þáttinn. Í kynningu um þáttinn segir:

Sigurbjörn J. Björnsson FIDE-meistari, fyrrverandi skákbókasali og þaulreyndur keppnismaður í skák var gestur Kristjáns Arnar Elíassonar í þætti hans Við skákborðið á Útvarpi Sögu. Þessi þáttur er sá fyrri af tveimur fyrirhuguðum en í þáttunum fjallar Sigurbjörn um Garry Kasparov sem varð yngsti heimsmeistari sögunnar aðeins 22 ára gamall árið 1985 með sigri yfir þáverandi heimsmeistara Anatoly Karpov. Kasparov var heimsmeistari í 15 ár samfleytt eða þar til hann tapaði einvígi við Vladimir Kramnik árið 2000.

Þáttinn má nálgast á Spotify.

Eldri þætti má nálgast hér á Spotity.

- Auglýsing -