Hraðskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru 10 skákir og tímamörkin eru þrjár mínútur á skákina að viðbættum tveimur sekúndum á hvern leik, 3+2. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra hraðskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn. Umsjón með mótunum hafa þeir Guðlaugur Gauti Þorgilsson og Þorsteinn Magnússon.

Þátttökugjald eru eftirfarandi:

Félagsmenn TR 18 ára og eldri: 500kr.

Félagsmenn TR 17 ára og yngri: Ókeypis

Utanfélagsmenn 18 ára og eldri: 1000kr.

Utanfélagsmenn 17 ára og yngri: 500kr.

Utanfélagsmenn: 10 skipta klippikort: 7500kr.

————————

Sigurvegari á fyrsta fimmtudagsmóti TR eftir langt hlé var Adam Omarsson. Sjá nánar hér.

 

- Auglýsing -