Línur eru farnar að skýrast á Haustmóti TR. Í dag, laugardag, tefldu þau Lenka Ptacnikova (2139) og stigahæsti skákmaður flokksins Hilmir Freyr Heimisson (2367) frestaða skák úr 2. umferð og þar með eru allar skákir úr fyrstu fjórum umferðunum tefldar.
Hilmir hafði svart og teflt var sama afbrigði og Hilmir beitti með góðum árangri á Íslandsmótinu í skák gegn Jóhanni Hjartarsyni. 9.Df5 var nýjung sem hugnast ekki tölvuforritum. Hilmir tók yfir frumkvæðið mjög fljótlega eftir það og virtist hafa ansi gott nef fyrir stöðunni í miðtaflinu. Þar gaf Hilmir peð eftir en mat stöðuna hárrétt. Riddari hvíts úti á kanti stóð illa á meðan biskup Hilmis lúrði auk þess að valda kóngsstöðuna. Í raun var því um að ræða baráttu þungu mannanna og þar hafði Hilmir opna línu og hvítur verri kóng. Gott stöðumat sem skilaði Hilmi sigri.
Þriðja umferð var tefld síðastliðinn miðvikudag og urðu úrslit eftirfarandi:
Hilmir kom sterkur inn í sinni fyrstu tefldu skák og lagði Stefán Bergsson (2114) að velli en Stefán hafði þá fullt hús. Hilmir vann svo Ingvar Wu í frestaðri skák úr 1. umferð.
Bárður Örn Birkisson (2191) hélt áfram góðu róli og lagði Jóhann Ingvason (2087) að vellir og Haraldur Haraldsson (1933) vann gegn Gauti Páli (2055).
Í fjórðu umferðinni unnust þrjár skákir. Stefán komst aftur á skrið með sigri gegn Gauta Páli og Jóhann Ingvason lagið Harald Haraldsson að velli. Bárður Örn hélt áfram góðu gengi og vann sína fjórðu skák í röð. Þorvarður „varðist“ svo gegn Hilmi Frey og Hilmir því með 3,5 vinning. Efstu fimm eru enn taplausir á mótinu og verða að teljast líklegastir á þessu stigi mótsins.
Í fimmtu umferð mætast eftirfarandi:
Í opnum flokki er Adam Omarsson efstur með 3,5 vinning og svo er bunki af skákmönnum með 3 vinninga.
Í þriðju umferðinni á miðvikudag urðu úrslit eftirfarandi:
Mikael Bjarki Heiðarsson heldur áfram góðu gengi og lagði stigahæsta mann flokksins á efsta borði. Adam lagði Örvar Hólm á þriðja borði.
Adam tók svo toppuppgjörið gegn Mikael Bjarka í fjórðu umferðinni í gær.
Í 5. umferð mætast Adam Omarsson og Benedikt Þórisson á efsta borði. Reynsluboltarnir Jóhann Ragnarsson og Kristján Örn mætast á öðru borði og ungstirnin Sigurður Páll og Mikael Bjarki á þriðja borði.
Haustmótið fer fram í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Umferðir hefjast 18:30 á virkum dögum en 13:00 um helgar.