Helgi Ólafsson gegn Mickey Adams. Mynd: John Saunders:

Nú er hafið Heimsmeistaramót öldunga í liðakeppni. Mótið fer fram í Struga í Norður-Makedóníu en þar fór fram Evrópukeppni Taflfélaga fyrir nokkrum árum. Gaman að segja frá því líka að liðið sem Breiðablik sló út til að tryggja sig í riðlakeppni sambandsdeildarinnar var einmitt FC Struga!

Keppt er í flokkum 65+ og 50+ og eiga Íslendingar lið í 50+ flokknum. Íslenska liðið skipa eftirfarandi í borðaröð:

  1. Helgi Ólafsson (2491)
  2. Jóhann Hjartarson (2432)
  3. Margeir Pétursson (2396)
  4. Jón L. Árnason (2419)
  5. Þröstur Þórhallsson (2382)

Íslenska liðið er númer fimm í styrkleikaröðinni. Bandaríkjamenn hafa mjög þétt lið með fjóra efstu alla yfir 2500 elóstigum, m.a. Shabalov, Kaidanov og Jan Ehlvest. Englendingar eru líka sterkir, hafa sjálfan Michael Adams (2660) og fulla sveit af stórmeisturum.

Alls eru 22 sveitir skráðar til leiks. Í fyrstu umferðinni mætir Ísland sænskri sveit.

Á pappír á að vinnast auðveldur sigur hér!

Best er að fylgjast með á Chess24: Helgi, Jóhann, Jón L, Þröstur

Bein útsending er líka á chess.com en þar er smá ruglingur á þriðja og fjórða borði. T.d. er Margeir skráður að tefla en hann hvílir samkvæmt chess-results. Eins er staðan á borði Þrastar byrjun sem Jón L. teflir.

Skák Helga er beint hér, Skák Jóhanns er hér, Skák Jóns L. er hér Skák Þrastar er hér

- Auglýsing -