Ný alþjóðleg skákstig komu út 1. október. sl. Mikið er um að vera enda mörg mót innanlands og margir hafa verið tefla erlendis. Hannes Hlífar Stefánsson er sem fyrr stigahæsti íslenski skákmaðurinn. Hamed Gramizadeh er stigahæstur nýliða og Mikael Bjarki Heiðarsson er hástökkvarinn frá síðasta stigalsta.

Topp 21

Hannes Hlífar Stefánsson (2529) er sem fyrr stigahæsti skákmaður landsins. Hjörvar Steinn Grétarsson (2522) og Héðinn Steingrímsson (2485) koma næstir.

 

Nýliðar og mestu hækkanir

Þrír nýliðar eru á listanum. Stigahæstu þeirra er Hamed Gramizadeh (1502). Næstir eru Nökkvi Hólm Brynjarsson (1347) og Valur Darri Ásgrímsson (1340).

Mikael Bjarki Heiðarsson (+133) hækkar mest frá september-listanum. Í næstu sætum eru Benedikt Þórisson (+97), Adam Omarsson (+84) og Bárður Örn Birksson (+65).

 

Stigahæstu skákkonur landsins

Olga Prudnykova (2268) er nú orðin stigahæsta skákkona landsins en hún hefur ekki uppfyllt virknireglur fyrr en nú síðan hún kom til landsins. Lenka Ptácníková (2102) er næststigahæst og Guðlaug Þorsteinsdóttir (1991) í þriðja sætinu.

Stigahæstu ungmenni landsins

Vignir Vatnar Stefánsson (2484) er sem fyrr stigahæsti ungmenni landsins. Alexander Domalchuk-Jonasson (2392) er annar og Benedikt Briem (2193) þriðji.

Stighæstu öldungar landsins (+65)

Samkvæmt skilgreiningu FIDE skiptast öldungar (Seniors) í tvo flokka. Annars vegar 65+ og hins vegar 50+.

Í flokki 65 ára og eldri er Helgi Ólafsson (2481) langstigahæstur virkra skákmanna. Í næstum sætum eru Björgvin Viglundsson (2172) og Arnþór Sævar Einarsson (2165).

Stigahæstu öldungar landsins (+50)

Í flokki 50+ er stigahæsti skákmaður landsins, Hannes Hlífar Stefánsson (2529) eðlilega stigahæstur. Næstir eru Henrik Danielsen (2469) og Jóhann Hjartarson (2439)

 

 

- Auglýsing -