Ný alþjóðleg skákstig komu út í dag, 1. nóvember. Afar margt áhugavert er við stigalistann. Aldrei hafa verið fleiri nýliðar, aldrei hafa fleiri verið virkir íslenskir skákmenn, aldrei fleiri skákkonur á listanum, sjaldan komið nýliði með jafn miklum látum, aldrei fleiri skákmót reiknuð og aldrei áður hafa sex stigahæstu skákmenn landsins lækkað á stigum!

Topp 20

Hannes Hlífar Stefánsson (2518) og Hjörvar Steinn Grétarsson (2518) eru stigahæstir íslenskra skákmanna. Þeir eru í nokkrum sérflokki þar sem 35 stig eru í næsta mann, Vignir Vatnar Stefánsson (2483).

17 af 20 stigahæstu skákmönnum landsins áttu reiknaða kappskák í október.

Topp 100

Stigahæstu nýliðar

Hvorki meira né minna en 12 nýliðar eru á listanum nú. Stigahæstur þeirra eru Þorvaldur Logason (2022). Afar óvenjulegt er að nýir menn komi svo stigaháir inn á listann. Þeir sem til þekkja vita þó að þarna er á ferðinni enginn nýliði. Sá sem þetta ritar tefldi við Þorvald í fyrsta skipti í skákskólanum í Kirkjubæjarklaustri fyrir um 40 árum síðan. Í næstu sætum eru Egill Steinar Ágústsson (1646) og Mohammadhossein Ghasemi (1587).

 

Mestu hækkanir

Sigurbjörn Hermannsson (+129) hækkar mest frá október-listanum. Í næstu sæum eru Theodór Helgi Eiríksson (1269) og Markús Orri Óskarsson (+99). Eftirtaldir hækka um 30 stig eða meira.

 

Stigahæstu skákkonur landsins

22 íslenskar skákkonur teljast nú virkar og hafa aldrei verið fleiri. Á síðasta lista voru þær 17! Ástæðan er fyrst og fremst sú að margar skákkonur sem voru óvirkar tefldu á Íslandsmóti skákfélaga í október. Mjög ánægjuleg þróun.

Olga Prudnykova (2273) er stigahæsta skákkona landsins. Í næstu sætum eru Lenka Ptácníková (2079) og Guðlaug Þorsteinsdóttir (2008).

Allar konurnar á topp 10 eiga reiknaða skák! Og reyndar 20 af 22 á listanum!

Topp 22

Stigahæstu ungmenni landsins (u20)

Vignir Vatnar Stefánsson (2483) er stigahæsta ungmenni landsins. Í næst síðasta skipti sem Vignir verður á toppnum. Í næstu sætum eru Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2403) og Stephan Briem (2152) sem laumaðist yfir bróður sinn.

Topp 10

Topp 50

Stigahæstu öldungar landsins (65+)

Helgi Ólafsson (2471) er langstigahæsti öldungur landsins, 65 ára og eldri. Í næstu sætum eru Arnþór Sævar Einarsson (2179) og Björgvin Víglundsson (2166)

Topp 10

Stigahæstu öldungar landsins (50+)

Hannes Hlífar Stefánsson (2518) er stigahæsti skákmaður landsins (50+). Helgi Ólafsson (2471) er annar og Henrik Danielsen (2469) sá þriðji. Stórmeistarar eru í sjö efstu sætunum.

Reiknuð mót

Aldrei hafa fleiri mót verið reiknuð til skákstiga eða 29 talsins. Eftirfarandi kappskákmót voru reiknuð

  • Íslandsmót skákfélaga (Kvikudeild og 1.-4. deild – fyrri hluti)
  • NM skólasveita (eldri og yngri flokkur)
  • Y2000 og U2000 (1.-2. umferð)
  • Haustmót SA (6-7. umferð)
  • Bikarsyrpa TR I

Heildaryfirlit reiknaðra móta

- Auglýsing -