Ný alþjóðleg skákstig eru komin út. Taka þau gildi á morgun, 1. desember. Hjörvar Steinn Grétarsson hefur endurheimt toppsætið á stigalistanum. Tómas Sindri Leósson er stigahæstur nýliða og Matthías Björgvin Kjartansson hefur hækkað mest frá síðasta stigalista.

Stigahæstu skákmenn landsins

Hjörvar Steinn Grétarsson (2530) er á ný stigahæsti skákmaður landsins. Hannes Hlífar Stefánsson (2498) er næststigahæstur. Helgi Áss Grétarsson (2477) og Héðinn Steingrímsson (2477) koma næstir.

Topp 20

Topp 100

Nýliðar og mestu hækkanir

Þrír nýliðar eru á listanum nú. Stigahæstur þeirra er Tómas Sindri Leósson (1571). Hinir eru Jóhannes Ingi Árnason (1374) og Liam Nam Tran (1003).

Matthías Björgvin Kjartansson (+84) hækkar mest frá nóvember-listanum. Næstir eru Benedikt Þórisson (+48) og Hjálmar Sigurvaldason (+42)

Eftirtaldir hækka um 20 stig eða meira

Topp 50 hækkanir

Stigahæstu skákonur landsins

Olga Prudnykova (2241) er langstigahæsta skákkona landsins. Í næstum sætum eru Lenka Ptácníková (2089) og Guðlaug Þorsteinsdóttir (2008).

Topp 22

Stigahæstu ungmenni landsins (u20)

Vignir Vatnar Stefánsson (2465) er stigahæsta ungmenni landsins sem fyrr. Reyndar í allra síðata skipti enda fæddur 2003. Næstir eru Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2386) og Stephan Briem (2173) sem jafnframt birtist í síðasta skipti á þessum lista. Rétt eins og Alexander Oliver Mai og Arnar Milutin Heiðarsson.

Topp 10

 

Topp 20

Reiknuð mót

Áhugavert að öll reiknuð kappskákmót eru bara að hluta til reiknuð til kappskákstiga. Sum vegna þess að þau voru blönduð mót en önnur vegna þess að þau taka meira en 30 daga.  Athyglisvert er að u2000-mót er reiknað í þrennu lagi!

Eftirfarandi kappskákmót voru reiknuð til kappskákstiga

  • Y2000 mót TR (3.-6. umferð)
  • U2000 mót TR (3.-6. umferð)
  • Skákþing Garðabæjar (5.-7. umferð)
  • Skákþing Kópavogs (4.-7. umferð)
  • Boðsmót SA (1.-4. umferð)

29 mót voru  voru reiknuð til stiga. Hvorki meira né minna! Sjá nánar hér.

- Auglýsing -