Slembiskákveislan hófst af alvöru í gær þegar undanmót Íslandsmótsins í atskák fór fram á Chess.com. Chess After Dark í góðu samstarfi með Green Diamond International halda undanmótið og Íslandsmótið í Fischer-slembiskák árið 2023. Úrslitin fara svo fram á Center Hotels.
Alls tóku 50 manns þátt í undanmótinu en hart var barist um sætin 10 í úrslitunum sem fram fara á morgun.
Baráttan um sætin 10 var grjóthörð og eins var hart barist um efstu þrjú sætin enda góð verðlaun í boði á undanmótinu en þau voru eftirfarandi:
- 55.000
- 35.000
- 25.000
Fór svo að Davíð Kjartansson bar höfuð og herðar yfir aðra á þessu móti og var kominn með eins vinnings forskot fyrir lokaumferðina með 7,5 vinning af 8 og gat leyft sér tap í lokaumferðinni.
Davíð átti fína spretti. Hér átti hann fína fléttu gegn Vigni Vatnar í áttundu umferð.
Vignir var að leika riddara sínum á c6 sem setur á drottningu svarts. Davíð svaraði 28…Bxf2! 29.Kh2 Hxd3! 30.Rxa7 Bg3!! skemmtilegur millileikur 31.Kg1 Hxd1 og hvítur gafst upp.
Önnur nett flétt kom gegn Hjörvari
24.Hxc6 Dxc6 25.Re5 og vinnur skiptamuninn til baka með peði yfir. Hjörvar fann þó mótspil á hvítu reitunum og náði að snúa á Davíð…sigurinn þá þegar í höfn þannig að Davíð var óhætt að takafótinn af bensíngjöfinni.
Arnar Gunnarsson átti traust mót og endaði í öðru sæti og svo kom Hjörvar Steinn í þriðja sæti. Röð efstu manna varð annars þessi:
Slembiskákin býður oft upp á óvenjulegar fléttur. Gauti átti skemmtilegan leik gegn Gunnari Erik.
Strax í 8. leik er svartur í vandræðum, 8.c6!! og svartur er í vandræðum þar sem ef hann tekur til baka með b-peði kemur Db3 mát! 8…Bxc6 9.Hxc6 og Gauti stóð til vinnings.
Davíð Kolka setti stórt strik í reikninginn hjá Birni Þorfinnssyni um mitt mót.
28…Rf1+ og Björn gafst upp enda mát í 7 leikjum.
Baráttan um topp 10 var æsispennandi. Ritstjórinn Björn Þorfinnsson „rétt skreið“ inn í úrslitin með því að vinna síðustu þrjár skákir sínar og þá síðustu í jafnteflislegu endatafli gegn Guðmundi Kjartanssyni.
35…Kh4-g3?? reyndist færið sem Björn þurfti. 36.Re2+ Kf3 37.Bg4+ og riddarinn fellur! Hefði Björn ekki unnið hefði hann fallið í valinn og „monrad-gambítur“ Gauta Páls og Markúsar Orra hefði skilið hann eftir „á búbblunni“ eins og það er oft kallað að lenda í fyrsta sætinu sem ekkert gefur. Markús Orri komst mjög óvænt inn í úrslitin og verður gaman að sjá hvernig hann spjarar sig á stóra sviðinu.
Allt var í beinni útsendingu á Twitch rás ChessAfterDark og var útsendingin einnig sýnd á Vísi!
Tengill á mótið á chess.com
Úrslitin fara fram um helgina og eftirfarandi munu slást um Íslandsmeistaratitilinn í slembiskák í réttri töfluröð.
- Andri Áss Grétarsson (FM)
- Hjörvar Steinn Grétarsson (GM)
- Bragi Þorfinnsson (GM)
- Helgi Áss Grétarsson (GM)
- Arnar Erwin Gunarsson (IM)
- Markús Orri Jóhannsson
- Jón Viktor Gunnarsson (IM)
- Davíð Kjartansson (IM)
- Björn Þorfinnsson (IM)
- Gauti Páll Jónsson
Fyrirkomulagið eftirfarandi:
Föstudagur 1. des
1-4 umferð
Leikar hefjast 19.30
Laugardagur 2. des
5-9 umferð.
Leikar hefjast 13.00
Úrslit að loknu hefðbundnu 9 umferða móti þar sem fjórir efstu komast áfram.
1.-4. sæti
2.-3. sæti
Þriggja skáka einvígi – þar sem sá var hærri í mótinu fær tvo hvíta.
Sama fyrirkomulag fyrir gullið og bronsið.
Teflt verður á Center Hotels Plaza (Aðalstræti)
Verðlaun í aðalmótinu verða:
1. 165.000
2. 110.000
3. 55.000