Tvíburabræðurnir Bárður Örn Birkisson (2254) og Björn Hólm Birkisson (2124) töpuðu báðir í annarri umferð á opnu móti á Spáni, Elllobregat Open.
Bárður hafði hvítt á IM Umut Ata Akbas (2446) en Björn mætti FM Raem Sherman (2278) frá Ísrael einnig með hvítt.
Í þriðju umferðinni fá þeir báðir svart og fá viðráðanlegri andstæðinga
- Mótið á chess-results
- Heimasíða mótsins
Mótið er nokkuð fjölmennt en alls taka 210 skákmenn þátt á mótinu. Bárður er númer 153 í styrkleikaröðinni en Björn númer 203. Mótið því augljóslega mjög sterkt með fjölda stórmeistara, þeirra stigahæstur Vladimir Fedoseev (2675). Stórmeistarar á mótinu alls 41 og titilhafarnir gríðarlega margir.
- Auglýsing -