Vinningasöfnun hefur ekki gengið sem skildi hjá tvíburabræðurnir Bárður Örn Birkisson (2254) og Björn Hólm Birkisson (2124)  á sterku opnu móti á Spáni, Elllobregat Open.

Bárður hefur nú tapað tveimur skákum í röð, í fjórðu umferðinni gegn WGM Agrawal Vantika (2421) og svo gegn Úzbekanum Akobirkhon Saydaliev (2111).

Björn Hólm náði vinningi í fjórðu umferð gegn CM Martin Rocamura Horcajuelo (2281) en laut í dúk í fimmtu umferð gegn FM Francisco Fionto (2370).

Björn hefur tvo vinninga eftir umferðirnar fimm en Bárður einn vinning.

Mótið er nokkuð fjölmennt en alls taka 210 skákmenn þátt á mótinu.  Bárður er númer 153 í styrkleikaröðinni en Björn númer 203. Mótið því augljóslega mjög sterkt með fjölda stórmeistara, þeirra stigahæstur Vladimir Fedoseev (2675). Stórmeistarar á mótinu alls 41 og titilhafarnir gríðarlega margir.

- Auglýsing -