Chess After Dark í samstarfi með Arena bjóða upp á CAD mótið í netskák. Mótið fer fram miðvikudagskvöldið 20. desember kl 20.00. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3+2. Teknar verða pásur eftir umferðir 4 og 8. Mótið er öllum opið og er teflt í einum flokki.

Verðlaun:

  1. 30.000 kr gjafabréf á Arena
  2. 20.000 kr gjafabréf á Arena
  3. 10.000 kr gjafabréf á Arena

Aukaverðlaun:

  • U2100: 10.000 kr gjafabréf á Arena
  • U1800: 10.000 kr gjafabréf á Arena
  • Unglingaverðlaun 15 ára og yngri: 10.000 kr gjafabréf á Arena
  • Kvennaverðlaun: 10.000 kr gjafabréf á Arena
  • Eldri skákmenn 60+: 10.000 kr gjafabréf á Arena

ATH til þess að vinna til verðlauna í mótinu – verða keppendur að vera á staðnum.

Mótið er öllum opið og er teflt í einum flokki.

Meira en velkomið að taka þátt í mótinu heima hjá sér, en þá er ekki hægt að vinna til verðlauna!

ARENA ætla bjóða okkur 50 tölvur – sem mun vonandi duga, annars fyrstir koma fyrstir fá.

ATH titilhafar í forgangi.

CAD brósar hvetja keppendur til að mæta snemma og vera lengi – Arena er að styðja vel við íslenskt skáklíf – við skulum því hjálpa þeim með því að kaupa af þeim mat og drykki 🙂

Aldrei að vita nema að CAD brósar verði með skákskýringar….

Hlökkum mikið til að sjá ykkur!

Skráning

 

- Auglýsing -