Ný alþjóðleg skákstig komu út í gær, 1. janúar 2024. Hjörvar Steinn Grétarsson heldur stöðu sinni sem stigahæsti skákmaður landsins. Sigurbjörn Hermannsson hækkar mest frá desember-listanum.

Topp 20

Óbreytt staða á toppnum að þessu sinni. Stigahæstu íslensku skákmennirnir voru lítið í kappskákunum en meira í styttri tímamörkunum. Hjörvar stigahæstur, Hannes Hlífar Stefánsson (2498) annar. Helgi Áss Grétarsson og Héðinn Steingrímsson (2477) jafnir í þriðja sæti.

Topp 100

Mestu hækkanir

Sigurbjörn Hermannsson (+88) hækkar mest frá febrúar-listanum. Í næstu sætum eru Mikael Bjarki Heiðarsson (+41), Iðunn Helgadóttir (+28) og Jósef Omarsson (+28).

Topp 10

Topp 20

Stigahæstu ungmenni (u20)

Töluverðar breytingar eru á listanum nú þar sem 2003-árangurinn fellur ekki lengur undir u20-flokkinn.

Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2362) er stigahæsta ungmenni landsins. Í næstum sætum eru Benedikt Briem (2149) og Gunnar Erik Guðmundsson (1947).

Topp 50

Reiknuð mót

Eftirfarandi kappskákmót voru reiknuð

  • Meistaramót Skákskóla Íslands – Ungmennameistaramót Íslands (u22)
  • U2000-mótið (7. umferð)

Því miður var síðari hluti (5.-7. umferð) Boðsmót SA ekki reiknaður. Búið er að biðja FIDE um leiðréttingu á því og vonandi kemur mótið til útreiknings í febrúar nk.

Upplýsingar um öll reiknuð skákmót í janúar má finna hér. 

 

 

- Auglýsing -