Tímaritið Skák kemur út tvisvar á ári; á vorin og haustin, í kringum Íslandsmót Skákfélaga.
Hægt er að gerast áskrifandi að tímaritinu Skák og greiða fyrir það 7000 krónur á ári, tvö blöð á ári á 3500kr stykkið. Hvert blað er allavega 50 blaðsíður.
Einnig er boðið upp á styrkarlínu fyrir einstaklinga, fyrirtæki eða stofnanir, sem vilja styðja sérstaklega við þessa sögulegu tímaritsútgáfu. Styrktarlínan er 7000 krónur blaðið eða 14.000 á ári. Það er ekki sjálfgefið að prenta skáktímarit á íslensku en það er aðeins raunhæft með áskrifendum og styrktaraðilum. Þeir einstaklingar og þau fyritæki sem greiða fyrir styrktarlínu geta hakað við í áskriftarforminu hér að neðan, að nafn þeirra megi birtist á tabula gratulatoria (þakkartöflu) á fyrstu blaðsíðu næsta tölublaðs.
Auðveldast er fyrir áskrifendur að nálgast sín eintök þegar blaðið kemur út, samhliða Íslandsmóti Skákfélaga, en einnig í Taflfélagi Reykjavíkur, Faxafeni 12, á meðan þar eru haldin mót. Má til dæmis nefna öll þriðjudags- og fimmtudagskvöld frá klukkan 19:30. Að sjálfsögðu er líka hægt að fá blaðið sent heim en þá bætist við 500 króna póstburðargjald. Póstburðargjald bætist ekki við hjá þeim sem eru í styrktarlínunni og vilja fá blaðið sent til sín.
Tilgangur blaðsins er að greina frá því helsta í íslensku skáklífi hverju sinni, og vera því heimild um skáksöguna til framtíðar. Einnig eru í blaðinu skýrðar skákir, skáksögulegar greinar, þrautir, myndir, skákferðasögur og ýmsilegt annað tengt íslensku skáklífi. Við skilum kærri þökk til allra þeirra sem skrifa í blaðið.
Ritsjóri blaðsins er Gauti Páll Jónsson. Steingrímur Steinþórsson brýtur um og Bragi Halldórsson og Jón Torfason lesa próförk. Prentað hjá Litlaprent og Skáksambandið gefur út.
Brot úr Tímaritinu: