Tímaritið skák setur nú á stokk nýjan lið á skak.is – Tímavélin Skák! Planið er, að birta gamla grein úr tímaritinu Skák á hverjum föstudegi. Greinin er umrituð þannig að teknar voru ljósmyndir af henni og textinn afritaður með ljósyndatækni Google yfir í Word. Ekki komu alltaf réttir stafir upp úr krafsinu en ritstjóri gerði sitt besta að laga til textann en frekri leiðréttingum eru tekið fagnandi. Neðst greinin birt skönnuð þar sem sjá má myndir og mótstöflur.
Fyrsta greinin sem birt verður er eftir Jón L. Árnason og heitir 50 skákir í striklotu. Greininni hefur verið skipt í þrjá hluta, og hér birtist fyrsti hlutinn, um mótið í Zug í september 1983. Næst verður fjallað um seinni tvö mótin, Stara Pazova og Bor.
Nú kemur tímaritið Skák út tvisvar á ári.
Allar upplýsingar um blaðið og áskriftarleiðir
Gefum Jóni orðið!
Jón L. Árnason
50 skákir í striklotu
Zug
Einhvern veginn fór það svo, að mótin urðu fjögur í röð áður en yfir lauk og skákirnar fimmtíu. Svo margar skákir hélt ég að ekki væri hægt að tefla í einni lotu, minnugur vágestsins skákþreytu, sem einkum gerir vart við sig er kvöldar í skákhirslum hugans. Engu að síður sló ég til er ég fékk boð á fjórða mótið, því að yfir langan veg var að fara heim til Íslands auk þess sem tilraunin freistaði mín. Ég komst að því að hin svokallaða skákþreyta kemur fyrr en varir, sem er enginn nýr sannleikur, en ég komst einnig að því, að ef haldið er áfram að tefla hlýtur hún fyrr eða síðar að hverfa á braut! Í fyrsta mót- inu tókst mér nefnilega best upp og fyrsti stórmeistaraáfanginn inn var innan seilingar. Ég tefldi eins og í leiðslu, „leiddi hugann aldrei að neinni vitleysu“ og safnaði punktum, eins og ég hefði aldrei gert annað um dagana. – Eitthvað virðist hæft í þeirri fulyrðingu að æfingin skapi meistarann. Kom ég kannski of snemma heim?
Fyrsta mótið var heimsmeistaramót landsliða ungmenna sem haldið var í Chicago og fjallað er um í 9. og 10. tbl. síðasta árgangs, en strax að því loknu helt ég til bæjarins Zug í Sviss og tefldi á móti í sama aldursflokki með þátttöku 7 alþjóðlegra meistara frá ýmsum löndum og jafnmargra Svisslendinga. Áætlunin var að láta þar staðar numið, en um miðbik mótsins barst mér boð um að tefla i allsterku skákmóti í Stara Pazova í Júgóslavíu, sem ég gat ekki hafnað. Hvergi í heiminum eru jafnmörg mót haldin árlega og í Jugoslavíu, en það er til lítils að sitja heima á Fróni og bíða eftir boði, því að sveltur sitjandi kráka, en fljúgandi fær eins og segir í máltækinu. Júgóslavarnir þurfa ekki að leita svolangt að útlendingum: Grípa gæsina meðan hún gefst og því kom mér ekki á óvart að ég skyldi fá boð á enn eitt mót er ég sat að tafli í Stara Pazova. Nú var förinni heitið til iðnaðarbæjarins Bor í Serbíu, þar sem eru miklar koparnámur og mest mengun í allri Εvrópu. Að því móti loknu hafði tala kappskáka minna fyllt hálft hundrað á þremur mánuðum.
Zug í Sviss
Um 50 þúsund manns búa bænum Zug, sem er miðja vegu milli Zürich og Luzern og stendur við fagurt vatn, umgirt háum fjöllum. Hugmyndin með mótinu var einkum sú að gefa Svisslendingum tækifæri til þess að tefla við sér reyndari skákmenn og eins möguleika til þess að ná áfanga að titli alþjóðlegs meistara. Svisslendingar eiga marga efnilega skákmenn, en enginn þeirra hefur enn náð þessari merku nafnbót. Ég þáði þó boðið með hálfum huga, minnugur viðskipta ritstjóra vors við hina „háu herra“ í Sviss. En ótti minn reyndist ástæðulaus, hér voru aðrir menn á ferð og mótið var óvenju vel skipulagt og hvergi til sparað.
Mér tókst í alla staði mjög vel og vakti mikla athygli. Svisslendingar mega vera ánægðir með sinn mann, Beat Züger, er tefldi eins og herforingi og náði efsta sæti og sömuleiðis langþráðum áfanga að alþjóðameistaratitli. Hann tók enga áhættu í síðustu umferðunum og fékk með fjórum jafnteflum hálfum vinningi meira en til þurfti. – Annar heimamaður, Markus Trepp, var einnig á góðri leið með að ná áfanganum. Hann hafði 6/2 v. af 9 mögulegum og þurfti þá aðeins tvo vinninga úr fjórum síðustu skákunum. Ég var svo illa af Guði gerður að vinna hann í fjórðu síðustu umferð, hann tapaði þremur í röð, og þar með urðu vonir hans að engu.
Ég vann tvær fyrstu skákirnar, en þá kom daufur kafli með fimm jafnteflum, hið síðasta þeirra við Züger. Hann hafði þá vinningsforskot svo ég varð nauðsynlega að vinna. Er yfir lauk mátti ég þó þakka fyrir jafntefli, því að ég lenti í erfiðleikum og varð að þvinga fram hróksendatafl með peði minna, sem reyndist þó ekki nægja Züger til sigurs. Þá voru möguleikar mínir til sigurs á mótinu orðnir afar rýrir og bötnuðu ekki í næstu umferð, er ég tapaði fyrir Englendingnum King. Klaufalegt tap, því að áköfum vinningstilraunum mínum lauk með því að mér tókst að vinna af honum peð – og tapa skákinni!
Tapið hafði hins vegar þær afleiðingar að ég hrökk upp af værum blundi og setti allar vélar á fullt í síðustu umferðunum. Uppskeran varð ríkuleg: Fjórir sigrar og eitt jafntefli og þar með tókst mér að komast upp að hlið Zügers.
Skák nr. 5632.
Hvítt: Jón L. Árnason. Svart: M. Trepp (Sviss). Sikileyjarvörn.
- e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8. 0-0-0 h6 9. Be3 Bd7 10. f3 b5
Trepp breytir leikjaröðinni frá skák okkar í Chicago, er hann lék 10. De7, Eftir skákina tókst mér ekki að toga upp úr honum hvað hann hafði í huga eftir 11. g4 Re5 12. Hgl, sbr. skákina í Chicago. Ef til vill 12. -b4 13. Rb1 d5!?
- Rxc6!? Bxc6 12. h4(?)
Nákvæmari leikjaröð er 12. g4 Dc7 18. Hg1, þar sem 12.-d5 13. e5 Rxg4?? gengur ekki sök- um 14. fxg4 d4 15. Bg2l! og vinnur.
12.- De7 13. Hgl Db7?!
Tólfti leikur hvíts gefur honum um kost á að leika – 13. h5 með festu kóngsmegin.
- g4 Rd7 15. g5 hxg5 16. hxg5 Rc5
Eðlilegra er 16.-Re5, en hvítur á betra tafl eftir t.d. 17. Df2.
- Bg2 Be7
Svartur var nú neglur me stöðu sína, enda virtist hann hafa leyst byrjunarvandamálin sómasamlega af hendi. En næsti leikur hvíts setur strik í reikninginn…
- Rd5! exd5
Eftir 18.-Bf8 19. g6!? (einnig kemur 19. Rb4 til greina) á hvítur hættulegt frumkvæði og hæpið er 18.-Bxd5 19. exd5 e5? 20. Bxc5 dxc5 21. f4! (ekki 21. d6? O-O-01) með vinningsstöðu.
- exd5 Bd7 20. Bxc5 dxc5?
Nú verður hvíta sóknin of sterk. Hann varð að reyna 19.- Hc8 20. Bd4 Bf5 21. c3 Dxd5 22. b3, en hvítur stendur greinilega betur.
- d6 Bd8
Eða 21.-Bf8 22. f4 Bc6 23. d7+ Kd8 24. Hgd1 og vinnur.
- f4 Da7 23. Hh1! Hg8
Eini leikurinn, því að svartur verður mát eftir 23. O-O 24. Bxa8 Dxa8 25. Dh2 o. s. frv.
- Dd5 Hc8 25. g6! Bc6
Eftir 25. Be6 26. Hdel Kf8 (26. Dd7 27. f5; 26.-Kd7 27. Bh3!) 27. Hxe6! fxe6 28. Dxe6 Hb8 verður svartur mát, annað hvort eftir 29. d7, eða 29. Dxg8i+! Kxg8 30. Bd5+ og síðan 31. Hh8 mát.
- d7 Dxd7 27. Hhe1+
Svartur gaf, því að eftir 27.- Kf8 28. Dxc5+ Be7 (28.-De7 29. Hxd8+!) 29. Hxd7 Bxc5 30. Hxf7 er hann mát.
Skák nr. 5633.
Hvítt: Jón L. Árnason. Svart: M. Rüfenacht (Sviss). Sikileyjarvörn.
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Re6 6. Rdb5 Bb4 7. a3 Bxc3+ 8. Rxc3 d5 9. exd5 exd5 10. Bd3 De7+ 11. Re2 0-0 12. 0-0 Re5 13. Bg5 Rxd3 14. Dxd3 De5 15. Bxf6 Dxf6 16. Dd4 De6 17. c3 Db5 18. Dd2 Bd7 19. Hadl Hfe8 20. Hfel Bc6 21. Rd4 Dc4 22. Dg5 Bd7 23. He7 h6 24. De5 Hxe7 25. Dxe7 Bc6 26. Db4 Dxb4 27. axb4 Kf8 28. Kf1 Bd7 29. Hel f6 30. f4 Kf7 31. Kf2 b6 32. Kf3 Hb8 33. Hal Ha8 34. g4 Ke7 35. Helt Kf7 36. Rf5 Bxf5 37. gxf5 a5 38. Hal Hb8 39. Ha4 Hb7 40. Ke3 He7+ 41. Kd4
Hér fór skákin í bið. Besti leikur svarts er 41.- He2! og þá hefur hann góða jafnteflismöguleika. Ég átti hins vegar fastlega von á 41. He4+, sem liggur beinna við, en þá vinnur hvítur með hárnákvæmri taflmennsku. Er tekið var til við taflið kom einmitt í ljós að svartur hafði valið síðarnefnda leikinn og skákin fylgdi biðstöðurannsókn um mínum lengi.
- He4+? 42. Kxd5 Hxf4 43. Kc6 axb4 44. Kxb6! Hxf5 45. c4!
Vinnur mikilvægan tíma, þvi að eftir 45. Hxb4 g5 46. c4 Hf4! nær svartur að tefja frelsingjann tilfinnanlega.
- Hf2 46. Hxb4 Hxh2 47. c5 Hc2 48. c6 h5 49. b3!
Vinningsleikurinn. Vegna hótunarinnar 50. Hc4 eru næstu leikir svarts þvingaðir.
- Hc3 50. c7 Hxc7 51 Kxc7 g5 52. Kd6!
Kóngurinn kemst til baka á réttu augnabliki. Ef 52.-h4 þá 53. Kd5 3s 54. Hc4 h2 55. Hc1 g4 56. Ke4 g3 57. Kf3 vinnur, еða 52.-g4 53. Kd5 g3 54. Hc4 g2 55. Hc1 h4 56. Ke4 h3 57. Kf3 og vinnur.
- Kg6 53. Hc4 h4 54. b4 h3 55. b5 h2 56. Hcl g4 57. be g3 58. b7 g2 59. b8D H1D
Eða 59.-g1D 60. Hxg1 hxg1D 61. Dg8+ og nýja drottningin fellur.
- Dg8+ Í biðstöðurannsóknunum sá ég ekki 60. Db1+ sem vinnur einum leik fyrr!
- Kf5 61. Dd5+ Og svartur gafst upp.
Skák nr. 5634.
Hvítt: B. Züger (Sviss). Svart: Jón L. Árnason. Enskur leikur.
- c4 c5 2. Rc3 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 Rc6 5. a3 e6 6. Hbl a5 7. Rh3 h5!?
Leikið til þess að grugga taflið, en eftir hinn eðlilega leik 7.-Rge7 hefur svartur varla mörg vandamál.
- d3 Rge7?!
Gefur færi á eftirfarandi framhaldi, sem þó er ekki einhlitt að skili arði. Svara má 8.-h4 með 9. g4, en traustara er 7.-d6.
- Re4 d6 10. Bg5 De7 11. Bf6 Kf8 12. Dd2 Bxf6
Hér kom sterklega til greina að leika 12. – Rg8!? 10. Bxg7 Kg7 14. Rf4 Rge7 með “normal“ stöðu.
- Rxf6 Kg7 14. Dg5 Dds 15. Rf4 e5!
Svartur stendur og fellur með þessum leik, sem leiðir til mikilla sviptinga.
- R4xh5?!
Afar freistandi en stenst ekki ströngustu kröfur, þótt það hefði því miður ekki komið í ljós fyrr en eftir skákina. Slæmt er auðvitað 16. R6xh5 Kf8 17. Df6 Hg8 og vinnur mann, en hvítur leikur best 16. Bxc6! með eftirfarandi möguleikum:
- a) 16.-exf4 17. Bf3 með betra tafli á hvítt.
- b) 16.-bxc6? 17. R6xh5+ Kf8 18. Rxg6+! fxg6 19. Df6 og vinnur.
- c) 16.- Rxc6! og nú 17. R4d5 Be6 sem virðist ekki síðra á svart, eða 17. R6xh5!? Kf8 18. Rxg6+ fxg6 19. Dxg6 De7 20. f4! með sóknarstöðu. Í mótsblaðinu gefur Züger upp 20. -e4!? 21. dxe4 “með fjögur peð fyrir manninn“, þótt ekki sé ljóst hvor stendur betur eftir t. d. 21.- Bd7!? staðan er afar flókin. Til greina kemur einnig strax 20.Rd4!? t. d. 21. fxe5 Dxe5 22. O-O+ Ke7 23. Hf7+ Kd8 24. Haf1 með líflegri stöðu fyrir manninn.
16.-Kf8 17. Вхc6 Rxc6(?)
Hvor er betri, Brúnn eða Rauður? Í mótsblaðinu gefur Züger upp eftirfarandi afbrigði eftir 17. bxc6: “18. g4 Be6 (eini leikurinn) 19. Rg3 Rg8 20. Rgx4 d5 21. Rxg8 dxe4 22. Rf6 exd3 23. Dxe5 d2+ 24. Kd1 og hvítur stendur betur. Hins vegar er 18. Be6 alls ekki eini leikurinn! Eftir 18.-gxh5! 19. gxh5 a4! má svara 20. Hg1 með 20.- Da5+ 21. Kd1 Rf5 og hvíta sóknin rennur út í sandinn -22. e4? Rd4 23. Dg7+ Ke7 24. Dxh8 strandar auðvitað á 24.Bg4+ 25. Hxg4 Hxh8 og vinnur. Betur leikur hvítur 20. f3 Da5+ 21. Kf2, en eftir 21. Rf5 hefur svartur sem fyrr alla möguleika á því að hrinda sókninni og hefur manni meira.
- g4!
18.- De7?
Það virðist bjóða hættunni heim að þiggja manninn með 18.-gxh5 19. gxh5, því að g-línan opnast og hvíta h-peðið verður hættulegt. Þetta er engu að síður rétta leiðin, því að með 19.- a4! nær svartur gagnfærum. T. d. 20. Hg1 Da5+ 21. Kd1 Be6 22. h6 Rd4 og hvíti kóngurinn er engu betur settur en sá svarti. Betra er 20. f3! Da5+ 21. Kf2 Be6 með flókinni stöðu, sem þó er lakari á svart heldur en eftir 17.-bxc6.
- Rg3 Rd4
Upphaflega hugmyndin var 19. Bxg4? sem svarað er sterklega með 20. h4! Be6 21. h5! með sterkri sókn.
- Rge4
Hvítur hefur náð að „konsólídera“ og hótar nú óþægilega að kasta h-peðinu fram völlinn. Nú fer hver að verða síðastur að bjarga taflinu…
- b5! 21. h4 Bb7 22. h5 Bxe4!
Eini leikurinn, því að 22.- bxc4? 23. hxg6! Hxh1† 24. Kd2 Rb3+ 25. Kc3! leiðir til taps. – Svartur verður peði undir í endataflinu en hefur allgóða jafnteflismöguleika.
- Rxe4 Dxg5 24. Rxg5 bxc4 25. dxc4 Ke7 26. e3 Re6 27. Rxe6 Kxe6 28. Kd2 Hh6 29. hxg6?
Nú heldur svartur léttilega jöfnu. Eftir 29. Hh3 hefur hann vinningsmöguleika.
29.- Hxg6 30. Hbgl Hag8 31. Hh4 e4! 32. Hg3 Hg5 33. Kc3 a4! 34. Kc2 H8g6 35. Kd2 Hg8 36. Kc2 H8g6 37. Kc3 Hg8 38. Kd2 Hb8 39. Kc2 Hbg8 40. Kd2 Hb8
Og hér var samið um jafntefli.
Skák nr. 5635.
Hvítt: D. Roos (Frakkland). Svart: B. Züger (Sviss). Sikileyjarvörn.
- e4 c5 2. Re3 Re6 3. g3 g6 4. Bg2 Bg7 5. d3 d6 6. f4 e6 7. Rf3 Rge7 8. O-OO-O 9. Be3 Rd4 10. Bf2 Rec6 11. Rxd4 Rxd4 12. Hbl Bd7
Annar möguleiki og ekki síðri er 12.- Da5! eins og leikið var síðar í mótinu í skákinni Roos- Jón L. Árnason. Framhaldið varð: 13. Hel Hb8 14. a3 Bd7 15. Re2 Ba4 16. b3 Bd7 17. a4 e5 18. h3 a6 19. Be3 b5 20. Bd2 Dc7 21. axb5 axb5 22. Rc3 Be6 23. Hfl b4 24. Re2 Dd7 25. Kh2 Rb5! 26. fxe5 Bxe5! með glæsilegri stöðu á svart.
- Re2 Ba4!
Þannig tekst honum að veikja peðastöðuna, en hvítur ætti nú að leika 14. b3 Bd7 15. c4 með u. þ. b. jafnri stöðu.
- Rxd4?! cxd4 15. Dd2 Hc8 16. Hbcl Db6 17. b3 Bd7 18. De2 Hc3 19. Bel Hc7 20. h4 De5 21. h5 Hfc8
Hann hefði átt að nota tækifærið og leika 21. – Da3! Svartur á betri stöðu engu að síður, því að á drottningarvængnum á hann vænleg færi.
- hxg6 hxg6 23. a4 Da3 24. Dd1 b5 25. Hf2?
Reynir að veiða drottninguna, en mistekst. Betra er 25. axb5, þótt svartur standi betur.
25.- bxa4 26. b4
26.-Hc3!
Á þennan hátt tekst svörtum að forða drottningunni. Skiptamunsfórnin er vænleg: Biskup inn á g7 fær meira svigrúm og frelsinginn á a-linunni á eftir að láta að sér kveða.
- Hb1 HbS 28. Bxc3 dxc3 29. d4 Hxb4 30. Hxb4 Dxb4 31. e5 a3 32. Hf1 a2 33. g4? Bb5 34. Hel dxe5 35. fxe5 Bh6! 36. Kh2 Bf4+?!
Nákvæmara er 36. -Bd2! strax en textaleikurinn klúðrar svo sem engu.
- Kh3 Bd2 38. Hhl Dxd4 39. Df3 De3
Einnig mátti leika 39. – Dxe5. 40. Dxe3 Bxe3 41. Hal Be4 42. Bf1
Biðleikurinn, en hvítur gaf án þess að tefla áfram. Framhaldið gæti orðið: 42. – Bb3! 43. Bd3 Bd5 44. Bf1 (hótunin var Bc5-a3-b2) Bd4! 45. Bg2 Bb3! 46. Be4 Bc4 47. Bg2 Bxe5 48. Bf1 Bb3! 49. Bd3 Bd5 50. BFL Bd4 51. Bg2 Bb3 52. Be4 Bc4 53. Bg2 e5 54. Bf1 Bb3 55. Bd3 Be6 og gegn hótuninni Bd4-c5- a3-b2 er engin vörn.
Skák nr. 5636.
Hvitt: Kindermann (V.-Þýskal.), Svart: Hofmann (Sviss). Pirc-vörn.
- e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Bc4 Bg7 5. De2 Rc6 6. e5 Rd7
Nýjasta nýtt, því að 6.- Rxd4 7. exf6 Rxe2 8. fxg7 Hg8 9. Rgxe2 Hxg7 10. Bh6 Hg8 11. 0-0-0 er talið betra á hvítt.
- Rf3 O-O!?
Svartur hefur góða möguleika til að jafna taflið eftir 7.-Rb6 8. Bb3 Ra5 o. s. frv., en hins vegar ekki 7.-dxe5?? vegna 8. Bxf7+! Kxf7 9. Rg5+ Ke8 10. De4! og vinnur.
- e6 Rb6 9. exf7+ Kh8 10. d5 Rxc4 11. Dxc4 Ra5?
Mun betra er 11.- Re5 12. Rxe5 Bxe5 og svartur má vel við una.
- Dh4! e6 13. Dxd8 Hxd8 14. Rb5! exd5 15. Rxc7 HЬ8 16. Re8!
Í ljós kemur að frelsinginn á f7 lifir góðu lífi og er stórhættulegur.
- Bg4 17. Be3 Bxf3 18. gxf3 Rc6 19. 0-0-0 d4?
Eftir 19.-Hd7 20. Hxd5 Hxf7 21. Rxg7 Kxg7 22. Hxd6 Hxf3 hefur hvítur náttúrlega góða vinningsmöguleika, en þarf að tefla mjög nákvæmt.
- Bxd4 Rxd4 21. Hxd4 Hd7 22. Hf4!
Þessu gleymdi svartur – f peðið er valdað og svartur er auk þess í mátneti. Vegna hót unarinnar 23. f8D† verður hann að leika 22. Bf8, en eftir 23. Hg1 er hann varnarlaus gegn hótuninni 24. Hxg6+ hxg6 25. Hh4+ og mátar. Óvenjuleg staða sem þó kom aldrei upp, því að svartur stytti þjáningar sínar með…
- Bh6? 23. f8D+ Bxf8 24. Hxf8 mát.
Skák nr. 5637.
Hvítt: Bischoff (V.-Þýskaland). Svart: King (England). Réti-byrjun.
- g3 d5 2. Bg2 Rf6 3. d3 c6 4. Rf3 Bg4 5. h3 Bxf3 6. Bxf3 Rbd7 7. Rd2 e6 8. Bg2 Bd6 9. e4 h5?!
Frumhlaup svo snemma tafls, en skákir sem tefldar eru í 1. umferð eru oft svolítið skrítnar!
- exd5! cxd5 11. Rf3 Dc7 12. O-O Re5 13. c3 Rg6 14. Rd4 a6 15. f4 Re7 16. Del O-O-O 17. Rf3 Rf5 18. Re5 g5 19. d4
Með rökréttri taflmennsku hefur hvítur náð traustum stöðu yfirburðum. Nú undirbýr hann að leggja til atlögu á drottningarvæng og blása lífi í hvítreitabiskupinn með c3-c4. Svörtum líst ekki á 19.-g4 20. h4 með festu, en opnun f-línunnar er aðeins hvítum í hag.
19.-gxf4?! 20. Bxf4 Kb8 21. Hcl De7?
- g4!
Þessi kemur úr hörðustu átt! Skyndilega kemst svartur ekki hjá mannstapi. Hver var að tala um atlögu á drottningarvæng?
- hxg4 23. hxg4 Rh4 24. Bg5 Rxg2 25. De2!
Rúsínan í pylsuendanum. Betra en 25. Kxg2 Hh2†! 26. Kxh2 (eða 26. Kg1 Hdh8!) Rxg4+ og svartur hefur spil fyrir skiptamuninn.
- -Rh4 26. Bxf6 De7 27. Bxd8 Hxd8 28. Hxf7 Da5 29. Hh7
Svartur gafst upp.