Ný alþjóðleg stig voru birt í dag sem taka gildi á morgun, 1. febrúar 2024. Hjörvar Steinn Grétarsson er nú langstigahæsti skákmaður landsins. Skákpappinn, Jón Oddur Jónsson, er stigahæstur nýliða og Akureyringurinn Markús Orri Óskarsson hækkar langmest frá síðasta stigalista.

Topp 21

Hjörvar Steinn Grétarsson (2530) er langstigahæsti skákmaður landsins. Í næstum sætum eru Hannes Hlífar Stefánsson (2481)l, Helgi Áss Grétarsson (2477) og Héðinn Steingrímsson (2477).

Topp 100

Nýliðar og mestu hækkanir

Fimm nýliðar eru á listanum nú. Þeirra stigahæstur er skákpabbinn Jón Oddur Jónsson (1471). Í næstu sætum eru Ýmir Logi Óðinsson (1286) og Lárus Sóberg Guðjónsson (1270).

Akureyringurinn knái, Markús Orri Óskarsson (+124) hækkar mest frá síðasta stigalista eftir góða frammistöðu á mótum á Akureyri.

Í næstum sætum eru Ingvar Wu Skarphéðinsson (+67), Örvar Hólm Brynjarsson (+60) og formaður TR, Gauti Páll Jónsson (+53).

Eftirtaldir hækka um 30 stig eða meira.

Mestu hækkanir (topp 30)

Stigahæstu ungmenni (u20)

Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2362) er stigahæsta ungmenni landsins. Í næstum sætum eru Benedikt Briem (2149) og Ingvar Wu Skarphéðinsson (2034). Jósef Omarsson (1714), er yngstur þeirra sem eru á topp 10 og er í fyrsta skipti á þessum lista.

Topp 50

Reiknuð mót

Eftirfarandi innlend kappskákmót, eða frekar hluti móta, voru reiknuð til skákstiga, að þessu sinni.

  • Skákþing Reykjavíkur (1.-7. umferð)
  • Skákþing Akureyrar (1.-4. umferð)
  • Boðsmót SA 2023 (5.-7. umferð) – fyrir mistök var mótið ekki reiknað til skákstiga í janúar 2024.

Upplýsingar um öll reiknuð innlend mót

 

- Auglýsing -