Tímaritið skák setur nú á stokk nýjan lið á skak.is – Tímavélin Skák! Planið er, að birta gamla grein úr tímaritinu Skák á hverjum föstudegi. Neðst greinin birt skönnuð þar sem sjá má myndir og mótstöflur.

Fyrsta greinin sem birt verður er eftir Jón L. Árnason og heitir 50 skákir í striklotu.

Greininni hefur verið skipt í þrjá hluta, og hér birtist annar hlutinn, um mótið í Stara Pazova í október 1983. Næst verður fjallað um þriðja mótið, í Bor.

Nú kemur tímaritið Skák út tvisvar á ári.

Allar upplýsingar um blaðið og áskriftarleiðir

Fyrsti hluti greinarinnar

Gefum Jóni orðið!

Kaupstefnan í Stara Pazova

Mótið i Stara Pazova, sem er lítill bóndabær skammt frá Belgrad, var skipað allsterkum skákmönnum, en skipulagning heimamanna var hins vegar á kaflega laus í reipunum. Fyrsta vandamál þeirra var að koma keppendum fyrir en svo virtist sem gleymst hefði að hugsa fyrir því. Í bænum er nefnilega aðeins að finna eitt „hótel“, sem er af svonefndum e-flokki og jafnast ekki á við mannabústaði af nokkru tagi. Sumir skákmannanna lentu í þeirri lífsreynslu að gista þar fyrstu nóttina og var ykkar einlægur þar á meðal. Á endanum tókst að finna samastaði handa keppendum, sumir gistu í Belgrad og fengu bílferð á milli (um hálftíma ferð), en aðrir voru sendir inn á einkaheimili í bænum, þeirra á meðal ofanritaður.

 

Vegna þess hve sumir áttu langt að fara, var ákveðið að tefla fyrstu 56 leikina í einni lotu fyrst 40 leiki á 2½ klst. og síðan 16 leiki á klst. strax á eftir og fækka þannig ferðum. Þá fyrst fóru skákir í bið, þótt einnig hefði gleymst að hugsa fyrir því. Voru sumir langhundarnir tefldir áfram eftir langt hlé, svo við lá að keppendur myndu ekki stöðurnar lengur. Þá kom fyrsta mótsblaðið ekki út fyrr en í lok mótsins og þau urðu ekki fleiri en þrjú. Hávaðinn á skákstað fór einnig í taugarnar á mörgum. Adorjan hinn ungverski var þar í sérflokki, en hann reifst og skammaðist á hverjum degi. Tala kepp-enda var einnig á reiki, því að á síðustu stundu bættist Sovétmaðurinn Agzamov í hópinn er ,,grænt ljós“ kom frá sovéska sendiráðinu. Tilkoma hans gerði stórmeistaraáfangaveiðar erfiðari, þar sem nú þurfti 10½ v. af 14 í stað 9½ v. af 13 áður. Agzamov hafði einmitt náð sínum síðasta stórmeistaraáfanga á móti í Vrsac, sem lauk skömmu áður, svo að ekki var hlaupið að því að vinna kappann.

 

En hvað um það. Mótið var af 8. styrkleikaflokki FIDE, meðal Eló-stig 2433. Fjórir heimamenn frá Stara Pazova voru meðal keppenda og drógu mótið niður um nokkra styrkleikaflokka, því að þeir höfðu fá stig. Án þeirra hefði mótið hérumbil náð 11. flokki – með alstig 2498. Þessir fjórir reyndust gott fóður fyrir sigurvegarana tvo, eins og mótstaflan ber 1 með sér og reyndar einnig tveir í viðbót: Búlgarski stórmeistarinn Tringov og deFirmian frá Bandaríkjunum, sem ásamt Horvath frá Ungverjalandi áttu slæmt mót.

 

Georgi Agzamov átti sigurinn skilinn, en varla verður hið sama sagt um alþjóðlega meistarann Simic, sem á ákaflega vafasam an hátt náði sínum síðasta áfanga að stórmeistaratitli. Allar líkur benda til þess að hann hafi keypt titilinn, þ.e. greitt and- stæðingum sínum fyrir að tapa. Hann þurfti 24 v. úr þremur síðustu skákunum og átti að tefla við Rajkovic, landa sinn og stórmeistara, með svörtu, ofanritaðan með hvítu og búlgarska stórmeistarann Tringov í síðustu umferð með svörtu. Fyrir skák hans við Rajkovic kom Adorjan að máli við mig og tjáði mér að eitthvað undarlegt væri á seyði. Sagði hann að Simic hefði keypt skákir sínar við Rajkovic og Tringov og að öllum líkindum byði hann mér jafntefli er hann hefði lokið sínum viðskiptum við Rajkovic, til þess að tryggja sér stórmeistaratitilinn. Þetta reyndist rétt hjá Adorjan: Strax um kvöldið bauð Simic jafntefli, sem ég að sjálfsögðu hafnaði. Daginn eftir lauk skák okkar engu að síður með jafntefli og í síðustu umferð vann Simic Tringov „léttilega“, eins og við var að búast.

 

Annars var aldursforseti mótsins, Borislav Ivkov, á góðri leið með að stinga af með sigurinn, því að fjórar fyrstu skákirnar vann hann. Í lokin tók hann hins vegar lífinu með ró og jafntefli í átta(!) síðustu skákunum gaf honum náttúrlega ekki fyrsta sætið.

 

Ég má sæmilega við stöðu mína una, en varð fyrir mörgum ,,óhöppum“, einkum fyrri hluta móts. Tapskákirnar voru sorglegar: Gegn Agzamov átti ég vænlega stöðu lengst af, en í stað þess að halda kyrru fyrir í tímahrakinu, því að hann gat sig hvergi hrært, óð ég á hann með peðum mínum og þar kom að ég fann enga leið til þess að viðhalda sókninni og féll á tíma! Stærsta slysið var þó gegn næstneðsta manni mótsins, Doljanin. Ég átti of marga áhuga verða möguleika, lenti í tímahraki og missti af fallegri vinningsleið. Gegn stórmeistaranum Ivanovic átti ég peði meira i endatafli, en rétt fyrir tímamörkin hvarf sentraliseraður riddari minn af borðinu, en ég hélt þó engu að síður jafntefli – svo sterk var staða mín!

 

Skák nr. 5638.

 

Hvítt: Doljanin (Júgóslavía). Svart: Jón L. Árnason. Drottningarpeðsbyrjun.

 

1. d4 Rf6 2. Rc3 d5 3. Bg5 Rbd7 4. Rf3 g6 5. h3?! Bg7 6. Dd2 h6 7. Bf4 c6 8. О-О-О?

 

Taflmennska hvíts í byrjuninni er ekki til eftirbreytni og hann fær snöggtum lakari stöðu.

 

8. b5 9. e3 b4 10. Rb1 Re4 11. Del Da5 12. Rfd2

 

Svartur hafði undirbúið 12. a3 c5! 13. dxc5? bxa3! 14. Dxa5 axb2 mát! Nú hótar hvítur 13. Rb3, eða 13. Rxe4 dxe4 14. a3 með viðráðanlegu tafli.

 

12. Rec5! 13. Rb3

 

Því að svartur fær vinnandi sókn eftir 13. dxc5 Dxa2. T. d.: 14. Rb3 Dxb2+ 15. Kd2 Bc3† 16. Rxc3 bxe3+ 17. Ke2 Dxc2t og 18. Dxb3 í næsta leik.

 

13.- Rxb3 14. axb3 0-0 15. e4 e5! 16. dxe5 dxe4 17. Ra3

 

Hvíta staðan er ógæfuleg eftir 17. Dxe4 Rxe5 og síðan 18. – Bf5.

 

17.- Rxe5 18. Kb1 Веб 19. Rc4 Rxc4 20. Bxc4 Bxc4 21. bxc4

 

 

21.- Bxb2!??

 

Ég hugsaði svo lengi um pennan leik að ég gat ekki sleppt honum, jafnvel þótt ég væri ekki sannfærður um ágæti hans! Svartur á peði meira eftir 21.- Hfes, en hvítur er ekki án mót- spils, t. d. 22. Bd6 c5 23. De3 Hac8 24. Hd5, eða 22. De3 og ef 22.-h5, þá 23. g4, eða 22. – 85 23. Bd6, еда 22.-Kh7 23. Hd7.

 

22. Kxb2 Da3+ 23. Kb1 Hab8!

 

Því miður gengur ekki 23.- b3 vegna 24. Dc3 Hab8 25. Bxb8 Hxb8 26. Da1!! og bægir allri hættu frá, þar sem hvíti kóngurinn sleppur eftir 26.- bxc2+ 27. Kxc2 Db3† 28. Kd2 Hd8+ 29. Kel o. s. frv.

 

Ef nú hins vegar 24. Bxb8 Hxb8 á hvítur ekki c3-reitinn fyrir drottninguna og tapar: 

 

  1. a) 25. Dd2 b3 26. c3 b2 og hótar 27.-Da1+ 28. Kc2 b1D+ 29. Hxbl Da2+ og vinnur. 
  2. b) 25. De2 Hb6! (ekki nú 25. b3? 26. c3 b2 27. Dxe4 Dalt 28. Ke2 b1D+ 29. Hxb1 Da2+ 30. 1 Kec1!) 26. c5 Ha6 27. Dxa6 Dxa6 og svartur ætti að vinna.

 

24. Bc1! Da4 25. Bb2 b3 26. c3?

 

Best er 26. Hd2! og svo virðist sem svarta sóknin hafi sungið sitt síðasta. Mér sást yfir þennan leik er ég lagði út í biskupsfórnina, því að svartur fær i öðrum afbrigðum sterka sókn. T. d.: 26. Dc3? bxc2† 27. Dxc2 Hb3 28. Hd2 Hfb8 29. Dxe4 Ha3! og vinnur.

 

26.- Da2† 27. Kc1 a5! 28. Dxe4 Hfe8! 29. Df3

 

Ekki 29. Db1? vegna 29.- He2! og vinnur. Ég bjóst við 29. Df4 He2! (29.-a4? 30. Hd7! Hf8 31. Dd6 og vinnur) 30. Dxb8+ Kh7 31. Hd2 Hxd2 32. Kxd2 Dxb2+ 33. Kd3 Dc2† 34. Ke3 Dxc3+ 35. Ke2 Dxe4+ 36. Kf3 a4 með góðum vinningsmöguleikum á svart.

 

 

29.- He7??

 

Ég átti aðeins örfáar mínútur eftir og hélt að 29.-a4! strandaði á 30. Hd7 Hf8 31. Ha7 Ha8 32. Ηха8 Ηxa8 33. Dxc6. En mér sást yfir 33.- Ha7! og hvítur er varnarlaus gegn hótuninni 34.-a3.

 

Í stað 33. Dxc6 getur hann reynt 33. Hdl a3 34. Hd2, en svartur vinnur eftir 34.-axb2† 35. Hxb2 Da1+ 36. Hb1 b2+ 37. Kc2 Da4+ 38. Kd2 Hd8+ 39. Ke3 De2. Eða 34. Dc2 axb2+ 35. Dxb2 Da1+ 36. Dxa1 Hxa1+ 37. Kd2 b2! og vinnur einnig. Nú missir svartur dýrmætt “tempó“ og tapar. 

 

30.- Hhe1! Hbe8(?) 31. Hxe7 Hxe7 32. Df6 He8 33. Hd8 Hxd8 34. Dxd8+

 

Og hvítur vann.

 

Skák nr. 5639.

 

Hvítt: Ivanovic (Júgóslavía). Svart: Jón L. Árnason. Sikileyjarvörn.

 

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. Df3

 

Ágæt nýbreytni frá 7. f4, sem oft er leikið án umhugsunar.

 

7.- Rbd7 8. 0-0-0 h6 9. Bh4 Dc7 10. Be2 Re5!?

 

Óvenjuleg tilraun, en kannski ekki slæm. Venjulega er 10.- Be7 leikið. Hins vegar ekki 10.- b5? vegna 11. e5! Bb7 12. Rxe6! og ef 12.-fxe6, þá 13. Dh5t! og síðan 14. exf6, því að 13. – Rxh5? gengur ekki vegna 14. Bxh5 og svartur er mát!

 

11. Dh3 Be7 12. g4(?)

 

Betra er 12. f4 Rg6 13. Bg3 með tvíeggjaðri stöðu.

 

12.- b5? 13. a3 Bb7 14. f4?

 

Þessi peðsfórn á varla rétt á sér. 14. Hhe1! kemur sterklega til álita.

 

14.- Rg6 15. Bg3 Rxe4 16. Rxe4 Bxe4 17. Hhel d5 18. Df1 Bd6

 

Að þessu sinni lét ég biskupsfórnina eiga sig, enda á svartur eftir 18. Bxa3?! 19. bxa3 De3 20. Df2! Hc8 21. Bf1 enga sigurvænlega leið.

 

19. f5 Bxg3 20. hxg3 Re5 21. c3

 

Eftir skákina stakk Velimirovic upp á 21. Rxe6?? sem auðvitað er svarað með 21. Dxe2 mát. Skýrir textaleiksins tilgang. 

 

21.- 0-0

e. t. v. var mögulegt að bíða enn lengur með að koma kóngnum í “skjól” og tengja saman hrókana, því að Ivanovic tekst að ná frumkvæðinu á kóngsvæng.

 

22. g5! hxg5 23. Dh3 g4 24. Dh4 Bxf5 25. Rxf5 exf5 26. Hhl f6 27. Dh7+ Kf7 28. Dxf5 Dd7 29. Dxd7

 

Að öðrum kosti væri svartur tveimur peðum yfir. Nú nær hvítur einu til baka og hefur dágóða jafnteflismöguleika.

 

29.- Rxd7 30. Hxd5 Re5 31. a4 bxa4 32. Ha5 a3! 33. Ηха3 a5 34. Kc2 Hh8! 35. Hd1

 

Svo virðist sem svartur verði á undan eftir 5. Hxa5 Hxh1 36. Hxa8 Hh2 37. Kdl Hg2 o. s. frv. Tíminn var nú orðinn mjög naumur hjá báðum keppendum.

 

35.- Hh2 36. Hd2 a4 37. c4 f5 38. He3 He8 39. c5

 

39.- g5?? 40. Hxe5!

 

Í hita leiksins gleymdist þetta! 

 

40.- Hxe5 41. Be4+ Kf6 42. Hxb2 Hxc57 43. Kd3

 

Hvítur á manni meira eftir hinn slysalega 39. leik svarts og timahrakinu er lokið. En svart ur lifir ekki án vonar. Hvítur aðeins tvö peð eftir og e. t. v. má gera usla á kóngsvængnum.

 

43.- f4 44. Hh6 Ke5 45, He6+ Kf5 46. Hel Hc6!

 

Eini leikurinn, því að hvítur hótaði 47. Be6t. Ivanovic hugs aði sig nú lengi um og á meðan velti ég því fyrir mér hvað ég ætlaði að gera eftir 47. Kd4l sem virðist besta vinningstilraunin. En röngu leikirnir koma oft eftir lengstu umhugsunina.

 

47. Bb5? Hd6+ 48. Ke3 fxg3 49. Bf1

 

Lítur afskaplega vel út, því að eftir t. d. 49. – Hh6 50. Bg2 Hh2 51. Bc6 getur svarti kóng urinn ekki nálgast og hvítur vinnur. En svartur á vörn.

 

 

49.- Hb6! 50. Bg2 Hb3+ 51. Kc2 Hf3!!

 

„Stingur upp í” biskupinn og hvítur getur ekki unnið! 

 

52. Kd1 Kf4 53. Hes as! 54. bxa3

 

Jafngildir jafnteflisboði. Síðasta hálmstráið er 54. Bxf3, en svartur nær jafntefli á eftirfarandi hátt: 54. Bxf3 axb2! 55. Hb8 (55. Be4? g2! og vinnurl) gxf3 56. Kel g2 57. Kf2 g4 58. Hb4t Kf5 59. Hxb2 g3+ 60. Kg1 Kf4 og hvíti kóngurinn er í patt stöðu jafntefli.

 

54.- Нxa3 55. He2

 

Og jafntefli samið.

 

Skák nr. 5640.

 

Hvítt: Rajkovic (Júgóslavía). Svart: Jón L. Árnason.

 

Benóní-vörn.

 

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 c5 1d5 exd5 5. cxd5 d6 6. Rc3 g6 7. Bg5 h6 8. Bh4 g5 9. Bg3 Rh5 10. Da4+ Rd7!

 

Mikilvæg endurbót, sem enski stærðfræðidoktorinn John Nunn stingur upp á í bók sinni um byrjunina. Eftir 10. Bd7 11. Dett De7 12. Bxd6 Dxe4 13. Rxe4 f5 14. Bxb8 Hxb8 (14.- fxe4 15. Be5) 15. Rc3 hefur svartur að vísu færi fyrir hið fórnaða peð, en Rajkovic telur þau ekki viðunandi.

 

11. e3

 

Hann hugsaði sig um í klukkustund! Nú er 11. De4+ hæpið vegna 11.-De7 12. Bxd6 Dxe4 13. Rxe4 f5 14. Bxf8 fxe4 15. Bxh6 Hxh6 16. Rg5 e3! eins og tefldist í skákinni Shadurski- Suetin, Sovétríkin 1962. Til skamms tíma var talið að 11. Rb5 væri mjög sterkt, en leikur Nunn, 11. – Db6, með hugmynd inni að svara 12. De4+ með 12. Kd8! er svörtum í hag. T. d.

 

  1. e3 a6 13. Rd2 Rxg3 14. hxg3 Hb8! og nú tapar 15. Rc4? vegna 15.-axb5! (Nunn).

 

11.- Rxg3 12. hxg3 Bg7 13. De4t De7 14. Rd2 Res 15. Da4+

 

Drottningin þeysist á milli eins og jó jó í leit að ætisveppum.

 

15.- Bd7 16. Bb5 a6

 

Athyglisvert er 16. Rd3+!? og ef 17. Ke2? Rxb2 18. Db3 Bxc3 19. Bxd7+ Dxd7 20. Dxc3 Db5+ 21. Kf3 g4+! 22. Kxg4 0-0-0! hefur svartur gott tafl. Óljósara er 17. Kf1 Rxb2 18. Db3 Bxc3 19. Bxd7+ Dxd7 20. Dxc3 Db5+ 21. Kg1, en mér sást yfir að eftir 21.-0-0-0! má svara 22. Hb1 með 22.-Ra4! og 22. a4 Rxa4 23. De2 Rb6 leiðir heldur ekki til ávinnings fyrr hvítan. En hann hefur gagnfæri.

 

17. Bxd7+ Rxd7 18. De4 b5 19. a4 Dxe4 20. Rdxe4 Ke7!

 

Heldur teygjunni í peðastöð unni, því að 20. axb5 axb5 22. Hxa8 Hxa8 23. Rxb5? gengur auðvitað ekki vegna 23. – Ha1+ og vinnur hrókinn. Næsti leikur hvíts er knúinn, því að hótunin er 21.-b4 og síðan 22. – Rb6 og vinnur peð.

 

21. a5 c4 22. Ke2 f5 23. Rd2 Rc5

 

Það var óþarfi að fara á peða- veiðar með 23. Bxc3 24. bxc3 Rf6, því hvítur losar um sig með 25. Hacl Rxd5 26. e4 o. s. frv. Svarta staðan lofar góðu.

 

24. Rd1 Kd7?

 

Ef 24. Rd3 25. Hb1 Rb4, þá 28. 041 fxe4 27. Re3 og hvítur sleppur. Svartur vill setja hrók á e-línuna, en betra er 24.-K17, þar sem hann valdar peðin kóngsmegin.

 

25. f4 Hae8 26. Hh5 Bf6 27. Hbl Ke7!

 

Leiðréttir mistökin!

 

28. b4 Ra4!

 

Lakara er 28.-cxb3 29. fxg5! (29. Rxb3? Re4!) hxg5 30. Hxh8 Hxh$ 31. Rxb3 Re4 32. Hc1 með mótspili.

 

29. Rf3 Heg8 30. Hh2 Kf7 31. Kd2 Kg6 32. Rgl He8 33. Re2 Hhe8 34. Hhl He4 35. Kc2 c3 36. g4

 

Hvað annað? Svartur hótaði 36. Hec4 með ásetningi á b peðið.

 

36.- fxg4 37. Rg3 H4e8 38. Rh5(?) Bh8 39. Rg3 Rb2 40. Rf2 Hxe3(?)

 

Síðasti leikurinn fyrir tímamörkin og gefur hvítum kost á að flækja taflið. 40. – Rc4! vinnur strax.

 

 

41. Hxh6+! Kxh6 42. Rxg4+ Kg6

 

Ef 42.-Kh7 43. Hh1+ Kg8 44. Rxe3 gxf4 kemur 45. Ref5! og bótar riddaragaffli & e7. Fyrst hélt ég að hvítur vari að bjarga taflinu, en fann smugu.

 

43. f5 Kf7! 44. Rxe3 Rc4! 45. Rxe4 Hxc4 46. Re2 Be5

 

Riddarinn er ótrúlega máttvana gegn biskupnum svartur á vinningsstöðu.

 

47. Kb3 Hg4 48. Rel Hg3 19. Ka3 Kf6 50. Rb3 Bf4 51. He1

 

Og hvítur gafst upp.

 

Skák nr. 5641.

 

Hvítt: Simic (Júgóslavía). Svart: Agzamov (Sovétríkin). Drottningarpeðsbyrjun.

 

1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. g3 c5 4. Bg2 cxd4 5. Rxd4 d5 6. O-0 e5

 

Agzamov hefur klassískan skákstíl og hyggst nú ná tökum á miðborðinu með peðum sínum eins og gert var í gamla daga. En peðin standa völtum fótum og gætu orðið fyrir árás.

 

7. Rb3 Rc6 8. Bg5 Be6 9. Rc3 d4 10. Re4 Be7 11. Bxf6 gxf6

 

Hæpið er 11.- Bxf6 vegna innrásar riddara til c5.

 

12. c3! dxc3 13. Rxe3 h5?

 

Leggur of mikið á stöðuna. Betra er 13. f5 og ef 14. Bd5 Dd7 15. e4, e. t. v. 15.-O-O-O!?

 

14. Bd5 f5 15. e4 Dd7 16. exf5 Bxf5 17. Df3 Be6 18. Вхеб Dxe6 19. Had1

 

Með peðið enn á h7 gæti svartur nú hrókað stutt með síst lakari stöðu.

 

19. f5 20. Rb5 Hc8 21. Hfe1 Df6

 

Hótunin var 22. Rd4.

 

22. Dd5 Kf8 23. Rc5 Bxc5 24. Dxc5 De7

 

Eða 24. Re7 25. Dxe5, еба 24.-Kg7 25. Hd7+ með vinningsstöðu.

 

 

25. Hxe5!

 

Peðið var í raun óvaldað, því að varnarmennirnir eru leppar. Svarta staðan er hrunin.

 

25.- Rxe5 26. Dxc8+ Kg7 27. Dxf5 Hf8 28. Dxh5 

 

Svartur gafst upp.

 

Skák nr. 5642.

 

Hvítt: deFirmian (Bandaríkin). Svart: Rajkovic (Júgóslavía).

 

Sikileyjarvörn.

 

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 e6 5. Rc3 De7 6. g3 a6 7. Bg2 Rf6 8. O-O h6

 

Tiltölulega nýtt af nálinni. Ein af hugmyndunum er að tefja fyrir framrásinni g3-g4-g5 og svo vill hann vinna leik í af- brigðinu 8.-Be7 9. Hel Rxd4 10. Dxd4 Bc5 o. s. frv.

 

9. Be3 Re5 10. De2 d6 11. Hadi Be7 12. Kh1 Bd7 13. f4 Rc6

 

Ljóst er að meðhöndlun svarts á byrjuninni hefur ekki borið ár- angur hann hefur tapað tíma. 

 

14. a4 O-O 15. Rb3 Hfd8 16. g4 BeS 17. g5 hxg5 18. fxg6 Rd7 19. g6!

 

Rífur upp stöðuna.

 

19.- Rce5 20. gxf7+ Bxf7 21. BhS RfS 22. Rd4 He8

 

 

23. Hxf7! Kxf7

 

Εða 23.-Rxf7 24. Rxe6 Rxe6 25. Bxe6 og síðan Rd5, Dh5, Hg1, Bd4. Vinnandi sókn! 

 

24. Dh5+ Reg6 25. Rxe6! Rxe6 26. Bxe6+

 

Svartur gafst upp. Ef 26. Kxe6, þá 27. Df5 mát.

 

 

- Auglýsing -