Skákþingi Akureyrar lauk í gær þegar sjöunda og síðasta umferðin fór fram. Fyrir umferðina var ljóst að Markús Orri Óskarsson myndi bera sigur úr býtum enda með fullt hús, sex vinninga af sex mögulegum og enginn gat náð honum. Markús kláraði lokaumferðina með stæl og endaði með fullt hús en það sem meira er þá er Markús Orri yngsti Skákmeistari Akureyrar frá upphafi!
Skákmeistari Akureyrar á sér 87 ára sögu og margir sterkir skákmenn komið frá Akureyri þannig að þetta er mikið afrek hjá Markúsi Orra sem verður 15 ára síðar á árinu.
Markús Orri hækkar um rúm 120 skákstig og greinilegt að hann á inni töluverða stigahækkun áður en stigin hans ná raunstyrkleika!
- Mótið á Chess-Results
- Auglýsing -