Fimmta umferð Íslandsmót kvenna hefst kl. 18 í dag. Þar mætast Lenka og Olga þar sem hin fyrrnefnda þarf helst sigri á að halda. Jóhanna Björg er einnig í baráttuni um Íslandsmeistaratitilinn.
Frí er hjá öldungunum (65+) í dag. Hörð barátta hjá 50 ára og eldri þar sem Bolvíkingarnir Gummi Gísla og Magnús Pálmi standa best að vígi í baráttunni um dolluna.
Íslandsmót kvenna
Olga efsta með fullt hús eftir fjórar umferðir. Lenka með 3½ vinning og Jóhanna með 3 vinninga. Í umferð dagsins mætast.
- Lenka (3½) – Olga (4)
- Tinna Kristín (0) – Jóhanna Björg (3)
- Veronika Steinunn (1) – Iðunn (2)
- Elsa María (1) – Guðrún Fanney (1½)
Íslandsmót 50 ára og eldri
Íslandsmót 50 ára og eldri Klárast í kvöld með fimm umferðum. Hörð barátta um dolluna. Jafnvel harðari en í Idol. Bolvíkingarnar Guðmundur Gíslason og Magnús Pálmi efstir og jafnir með 3½ vinning eftir fjórar umferðir Sex skákmenn með 3 vinninga svo heldur betur opin staða