Ögmundur Kristinsson kom sér í oddastöðu á Íslandsmóti öldunga (65+) þegar hann lagði Braga Halldórsson að velli í toppuppgjöri fjórðu umferðar. Ögmundur hefur nú vinningsforskot fyrir lokaumferðina og nægir jafntefli til að tryggja sér titilinn.
Ögmundur fékk svart bæði á Björgvin og Braga, tvo stigahæstu mennina. Í skákinni í dag gegn Braga tefldi Ögmundur aktíft með stakt peð en skákin var þung pósaskák þar sem lítið skildi á milli. Lykilaugnablikið í 28. leik en þá kom afleikurinn.
Bragi lék hér 28…Rh2?? sem reyndist tapleikur. Staða Ögmundar lifnaði við og allir menn hans beindust að hvítu kóngsstöðunni sem bognaði undan pressunni.
Þór náði skemmtilegu taktísku skoti í London-kerfinu sínu.
23.Rxf7! var skemmtileg flétta sem vann peð en það nægði ekki til. Páll gaf sig ekki og Þór fann ekki leið til koma á hann höggi. Þór sætti sig á endanum við þráleik og jafntefli niðurstaðan
Kristján endaði í hræðilegri kryppu með riddara sinn á h1 í miðtaflinu og staða hans varð alltof passíf. Björgvin er góður í pósanum og það þarf að hræra meira í taflinu til að valda honum vandræðum!
Björgvin fékk færi til að stytta skákina til muna ef hann hefði fundið 43…Rxg2 en fór þess í stað í endatafl peði yfir, sem dugði þó til.
Úrslitin:
Staðan:
Ögmudur hefur vinningsforskot á Braga og Björgvin sem þurfa báðir að vinna sína skák og treysta á að Kristján Örn hjálpi þeim með því að leggja Ögmund að velli. Lokaumferðin fer fram í Siglingaklúbbnum Ými í Kópavogi klukkan 14:00 og verðlaunaafhending að móti loknu!
- Mótið á chess-results
- Skákir á lichess