Sjötta og næstsíðsta umferð Íslandsmót kvenna hefst kl. 14 í dag. Olga tryggir sér Íslandsmeistaratitlinn með sigri gegn Guðrúnu Fanneyju Briem. Lenka og Jóhanna eru líklegar í baráttunni um silfrið en þær mætast á morgun.
Öldungurnar mæta aftur eftir tveggja daga hlé. Þar mætast Ögmundur og Bragi í skák sem gæti skipt um sköpum um Íslandsmeistaratitilinn.
Íslandsmót kvenna
Olga efsta með fullt hús eftir fjórar umferðir. Lenka með 3½ vinning og Jóhanna með 3 vinninga. Í umferð dagsins mætast.
- Guðrún Fanney (2½) – Olga (5)
- Iðunn (3) – Lenka (3½)
- Jóhanna Björg (3½) – Veronika Steinunn (1)
- Elsa María (1) – Tinna Kristin (½)
Íslandsmót öldunga (65+)
Baráttan virðist vera á milli Braga og Ögmundar sem mætast í dag. Sigurvegarinn yrði í góðum málum Ef skákin endar með jafntefli verður lokaumferðin mjög spennandi og fleiri hefðu möguleika.
- Bragi (2½) – Ögmundur (2½)
- Kristján Örn (1½) – Björgvin (1½)
- Þór (1) – Páll (0)
Íslandsmót kvenna – áskorendaflokkur
Hefst kl. 11 í dag. TEfldar verða 3 umferðir í dag og 3 á morgun. Hægt að fylgjast með á Chess-Results.