Ögmundur Kristinsson tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitil í flokki öldunga 65 ára og eldri. Ögmundur hafði vinnings forskot fyrir lokaumferðina og nægði jafntefli í lokaumferðinni sem hann náði sér í.

Annað árið í röð mætir sigurvegarinn Kristjáni Erni í lokaumferðinni og í bæði skiptin hefur jafnteflið nægt. Kristján hefur í bæði skiptin hafnað jafnteflisboði sem hefur komið mjög snemma en nokkrum leikjum síðar bauð hann til baka í dag. Ögmundur hafði þá mjög þægilega stöðu og má segja að mark hans hafi verið vel varið.

Bragi lagði Pál sem tefldi þó vel framan af og dráp á d5 í stað Hc1 snemma tafls hefði haldið betri stöðu á hvítt. Þess í stað komst Bragi undan með manninn sem Páll fórnaði og hékk á liðsaflanum þar til tap var óumflýjanlegt hjá Páli.

Loks náði Þór að leggja Björgvin að velli í lengstu skák umferðarinnar. Lítið skildi á milli og var Björgvin að reyna að kreysta fram vinning þegar hann skildi hrók eftir í dauðanum.

Úrslit í lokaumferðinni:

Staðan:

Fyrsti Íslandsmeistaratitill Ögmundur í einstaklingsflokki. Bragi tekur annað sætið en Þór hrifsaði þriðja sætið eftir afleik Björgvin í lokaumferðinni.

Mótshald gekk vel og Róbert Lagerman sá um skákstjórn.

- Auglýsing -